Aðalfundur
Félags sumarhúsaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn
29. apríl næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn
er að Stórhöfða 31, sal Rafiðnaðarsambandsins (gengið inn að
neðanverðu við húsið)
Fundarefni
er skv. lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins,
2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár
lagður fram til umræðu og samþykktar,
3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.,
4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.,
5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.,
6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns,
7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu
viðhaldi og rekstri skv. 15. gr.
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra,
10. Önnur mál
Undir lið
9 verður tekið fyrir eftirfarandi:
a) Kynning á ástandi vatnsveitu, vega og girðinga.
d)
Staðfesting á samningi um yfirtöku á reksti vatnsveitu, vega oggirðinga
Mikilvægt
er að félagsmenn kynni sér meðfylgjandi gögn vel og fjölmenni á
fundinn því um stór mál er að ræða og nauðsynlegt samkvæmt
lögum að meiri hluti félagsmanna mæti til að hægt sé að
afgreiða þau. Þeir sem ekki geta mætt eru hvattir til að nota
meðfylgjandi eyðublað til að veita öðrum umboð.
Gögn
fundarins er að finna á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com
Fyrir
hönd stjórnar,
Þorvarður
Kári Ólafsson formaður
No comments:
Post a Comment