Tillaga lögð fyrir aðalfiund 2014
1. grein Staða
Deildin
starfar samkvæmt heimild í 4. og 5. grein laga félagsins og
samningi við landeiganda dags. 11. apríl 2014.
2.
grein Aðild
Aðilar
að deildinni eru þeir félagsmenn sem eru lóðarhafar þeirra lóða
sem vatns njóta frá sameiginlegri vatnsveitu við stofnun
deildarinnar.
Félagsmenn
í deildinni öðlast með þessu hlut í mannvirkjum og öðrum
eignum deildarinnar. Sá hlutur flyst frá seljanda eignar til
kaupanda við eigendaskipti á landi og/eða húsi samkvæmt
fasteignaskrá.
Lóðarhafar
annarra lóða á svæði félagsins en tilgreindar eru í 1. mgr.
geta orðið aðilar að deildinni með því að greiða stofngjald
samkvæmt gjaldskrá deildarinnar. Umsóknir um tengingu skal senda
skriflega til stjórnar félagsins.
3.
grein Hlutverk
Hlutverk
deildarinnar er að annast rekstur sameiginlegrar vatnsveitu fyrir
frístundabyggðina í Múlabyggð samkvæmt samningi
félagsins við landeiganda.
Í
því felst m.a. að standa fyrir fullnaðar frágangi lagna,
sameiginlegu viðhaldi, stækkun ef þurfa þykir, endurbótum á
frágangi vatnsbóls, eftirliti með gæðum vatnsins, tæmingu lagna
og áhleypingu eftir þörfum.
4.
grein Fjármál og ákvarðanir
Rekstri
vatnsveitunnar skal haldið aðskildum frá almennum rekstri
félagsins. Reikningar hennar skulu lagðir fram með reikningum
félagsins á aðalfundi þess. Aðalfundur félagsins hefur æðsta
vald í málefnum deildarinnar, en þó þannig að einungis
félagsmenn í deildinni hafa atvæðisrétt með eitt atkvæði
fyrir hverja lóð sem er í deildinni. Einnig er stjórn félagsins
heimilt að boða sérstaka deildarfundi um málefni vatnsveitunnar.
5.
grein Skyldur og heimildir
Skráður
eigandi sumarbústaðar eða lóðarhafi, sem fengið hefur tengingu
við vatnsveituna samkvæmt 2.grein hér að framan, ber ábyrgð á
greiðslu vatnsgjalds og annars kostnaðar samkvæmt 3. grein, sem
réttilega hefur verið ákveðinn samkvæmt samþykktum þessum á
löglega boðuðum fundi samkvæmt 4. grein hér að framan. Heimilt
er að loka fyrir heimæð hjá þeim, sem vanrækja að greiða
fyrrnefnd gjöld á gjalddaga, að undangenginni skriflegri aðvörun.
Einnig
er heimilt að loka fyrir heimæð hjá þeim, sem sannanlega eyða
vatni óhóflega, að undangenginni skriflegri aðvörun.
Heimilt
er að loka fyrir heimæð án fyrirvara ef nauðsyn krefur vegna
viðgerða á aðallögnum eða tenginga annarra heimæða.
Að
öðru leyti gilda ákvæði laga og reglugerða um vatnsveitur
sveitarfélaga á hverjum tíma um vatnsveitu þessa eftir því, sem
við getur átt, sbr. núgildandi lög nr. 32/2004 og reglugerð nr.
401/2005.
6.
grein Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar
á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi með
samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillaga um breytingu
verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í
aðalfundarboði og minnst þriðjungur
félagsmanna sæki fundinn.
7.
grein Slit
Hætti
deildin stöfum skal lögmætur aðalfundur félagsins, sem slítur
deildinni, taka ákvörðun um ráðstöfun á eignum hennar, enda
skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Einungis félagsmenn í
deildinni hafa atkvæðisrétt við slíka ákvörðun.
No comments:
Post a Comment