Flestar girðingar eru
orðnar nokkuð gamlar. Girðing frá Sólvöllum austur að og með
lóð 3 er frá þeim tíma sem lóðarhafar girtu sínar lóðir
sjálfir. Hún er í sæmilegu standi fyrir utan kafla neðan við
lóð 21, þar sem staurar hafa lyfst í frostlyftingu og er ekki
fjárheld þar.
Frá þeim stað og
austur að og með lóð 37 er girðing sem Guðni girti og hefur átt
að sjá um. Hún hefur legið niðri á kafla neðan við lóðir
24,26 og 27 vegna frostlyftingar en Guðni virðist hafa reist hana
við í fyrra, en það er væntanlega ekki varanleg aðgerð.
Fyrir
austan lóðir 35,36 og 37 er skógræktarsvæði sem Guðni á og
sér um. Svæðið er afgirt nema að ekki er girt á milli
svæðisins og sumarhúsabyggðarinnar.Meðfram veginum liggur
girðingin yfir tvo skurði(Læki) og er ekki fjárheld þar.
Vestan við svæðið
er girðing sem aðskilur svæðið og beitarhólf. Þessa girðingu
þarf að ræða við Guðna.
Ofan við allt svæðið
er fjallskilagirðing sem er í eigu og á ábyrgð Borgarbyggðar
(Fjallskilanefndar).
No comments:
Post a Comment