17 June 2015

Vatnið í Múlabyggð


Vatnið í Múlabyggð er ekki drykkjarhæft
Stjórn félagsins vill minna á að vatnið í Múlabyggð telst ekki neysluhæft fyrr en mengunarmælingar hafa staðfest að svo sé. Þrátt fyrir endurbætur á eystra vatnsbólinu sl.haust mældist enn mengun í því nú í vor. Engin ástæða er til að treysta vestara vatnsbólinu betur. Þeir sem dvelja í Múlabyggð eru því eindregið varaðir við að drekka kranavatnið.


Fullur þrýstingur kominn á vatnið á vestara svæðinu

Framkvæmdir á vestursvæðinu hafa gengið vel og í gærkvöldi var hleypt vatni á tankana. Þeir voru orðnir fullir um hádegi í dag (6000 lítrar alls). Talsvert af lofti komst í lögnina við framkvæmdirnar, en vegna góðs þrýstings og lagfæringa á lofttappa rétt við tankana gekk vandræðalaust að losna við loftið. Nú er góður vatnsþrýstingur á vestara svæðinu. Vel að verki staðið Haraldur og félagar.

Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum:

Svona litu framkvæmdirnar út frá vegi 535. 

Byrjað var á að skipta um jarðveg og aðra tunnuna í vatnsbólinu.


Hér sjást bæði vatnsbólin á vestara svæðinu. Eftir er að hækka stútinn á því nýja og tyrfa yfir.


Nýi 4000L tankurinn kominn niður í stað þess eldgamla 1000L sem sést á kerru í baksýn. 2000L tankurinn hægra megin er enn í notkun (hliðtengdur) og kallast nú gamli tankur. Lækka þurfti lagnirnar undir veginum því þær lágu upp á við og mynduðu lofttappa sem nú er horfinn.


Hér er búið að tengja nýja tankinn við þann gamla og allar stofnæðar. Ofan við tankinn sést í lögnina frá vatnsbólinu, sem var tengd stuttu síðar og vatni hleypt á kerfið.

Næsta skref er að setja aftöppunarkrana á millitengið, setja kistu utanum kranana, moka svo að nýja tankinum, ganga betur frá yfirfalli og sá í sárin. Einnig þarf að hækka stútinn á nýja vatnsbólinu og tyrfa þar yfir. Í framhaldinu er ætlunin að bæta við þriðja vatnsbólinu um 50m vestar og tengja það inn á gamla tankinn.

15 June 2015

Lokað fyrir vatnið vestan megin 16. júní 2015

Nú er það staðfest að vatnið verður tekið af vestursvæðinu kl.8:30 á morgun þriðjudag. Í fyrsta lagi annað kvöld byrjar aftur að renna í vatnsbólið og það tekur hálfan sólarhring að fyllast.

14 June 2015

Lokað fyrir vatnið vestan megin vegna framkvæmda

Ágætu félagsmenn, á aðalfundinum í lok maí kom m.a. fram að ráðast þarf í framkvæmdir við vestari vatnsveituna, sem valda tímabundnu vatnsleysi á vestara svæðinu. Nú eru þessar framkvæmdir að hefjast og gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir vatnið þriðjudaginn 16. júní og etv. lengur. Ath. að þetta gildir bara um vestara svæðið, eystra svæðið verður ekki fyrir neinum áhrifum. Þessi dagsetning er ekki endanlega staðfest og óvíst er með framvindu verksins, svo vinsamlegst fylgist með á vefnum mulabyggd.blogspot.com og/eða Facebook síðu félagsins til að fá nánari upplýsingar um lokanir.

Með kveðju,
stjórnin

29 May 2015

Stjórn félagsins 2015-2016

Þorvarður Kári Ólafsson, formaður (nr.19)

Fanný Miiller Jóhannsdóttir, gjaldkeri (nr.4)
Guðrún Svanborg Hauksdóttir, ritari (nr.36)

Aldís Norðfjörð (nr.30) 
Sigurður Einar Lyngdal (nr.7)

Varamenn: Haraldur Jónsson (nr.13) og Hildur Ingvarsdóttir (nr.33,34).

Kosin á aðalfundi félagsins 26. maí 2015.

Netfang stjórnar er mulabyggd@gmail.com

12 May 2015

Fundarboð - Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 26. maí 2015

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 26. maí næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er að Stórhöfða 31, sal Rafiðnaðarsambandsins (gengið inn að neðanverðu við húsið)
Fundurinn hefst á fræðsluerindi um brunavarnir, flutt af sérfræðingi frá Eflu verkfræðistofu.
Að því loknu tekur við dagskrá skv. lögum félagsins:
  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. Svo og um vatnsveituna
  2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum
  3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.,
  4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.,
  5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.,
  6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns,
  7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Svo og fyrir vatnsveituna
  8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Svo og vatnsveitugjalds skv.samþykktum vatnsveitudeildar
  9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra. Að þessu sinni engin
  10. Önnur mál. Lóðarleigusamningar
Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitudeildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.
Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com
Fyrir hönd stjórnar,
Þorvarður Kári Ólafsson formaður