22 November 2009

Aðalfundur félags bústaðaeigenda í Múlabyggð

3. nóvember 2009 kl. 20

Fundarstaður: Stórhöfði 31, húsnæði Rafiðnaðarsambandsins og fleiri.
Fundarritari: Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari stjórnar
  1. Fundargerð síðasta aðalfundar.
    Ritari las upp fundargerð síðasta aðalfundar 29.maí ´08 og var hún samþykkt.
  2. Skýrsla stjórnar
    Snorri, formaður, sagði frá helstu störfum stjórnar á liðnu starfsári. Haldnir voru þrír stjórnarfundir. Meginverkefni stjórnar voru:
    · samskipti við Borgarbyggð vegna vegamála. Vegakafli neðan við frístundabyggð fékkst heflaður sumarið 2009.
    · samskipti við heilbrigðisfulltrúa Vesturlands vegna vatnsmála í Múlabyggð. Sjá fyrri fundargerðir. Búið að bæta við 2 vatnstönkum en eftir að ganga frá þeim endanlega. Enn ógirt utan um vatnsbólin. Hálfgerð pattstaða í málinu nú.
  3. Skýrsla gjaldkera
    Haraldur Dungal gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Hann var samþykktur.
  4. Kosning stjórnar
    Núverandi stjórn endurkjörin fram til næsta aðalfundar. Fyrir næsta aðalfund þarf að tryggja að fundarboð berist með öruggum hætti. Einnig þarf að vinna í því að fá nýtt fólk í framboð til stjórnar þar sem 2 – 3 stjórnarmenn munu ganga úr stjórn á næsta aðalfundi, þ.m.t. formaður stjórnar.
  5. Tillaga að lagabreytingu
    Kynnt tillaga að lagabreytingu sem talin er þörf á vegna breytinga á lögum um frístundabyggðir þannig að þau séu í samræmi við núgildandi lög. Haraldur Jónsson sagði að þar sem þyrfti 2/3 lóðareiganda til að samþykkja ný lög væri ekki hægt að greiða atkvæði um þau á þessum fundi þar sem aðeins fjórtán af þeim 20 sem þyrfti til að samþykkja lagabreytingar voru mættir á fundinn. Ákveðið að halda annan aðalfund eftir páska 2010 og leggja þá að nýju fram tillögu um lagabreytingu fyrir félags bústaðaeigenda í Múlabyggð.
  6. Önnur mál
  • Vegamál. Umræður um að skrifa byggðarráði Borgarbyggðar um vegamál. Við borgum fasteignagjöld og eigum rétt á grunnþjónustu, þ.e.a.s t.d vegamál, hefla og fl.
  • Endurskoðun ársreikninga. Þarf endurskoðenda til að fara yfir ársreikninga og staðfesta þá. Pétur Kristinsson tekur að sér endurskoðun ársreikninga félagsins.
  • Félagsgjöld. Ákveðið að félagsgjöld verða óbreytt fyrir árið 2010, þ.e. 5000 kr.
  • Girðingar og tengivegir. Lagt til að Guðna Haraldssyni, Grímsstöðum, verði skrifað bréf og gert tilboð um að félagið taki að sér að lagfæra girðingu umhverfis frístundabyggðina á kostnað félagsins, þ.e. girðingu meðfram veginum frá Sólvöllum (Múlabyggð 19) að skógræktargirðingu Guðna við Urriðá. Sveitarfélagið sér um girðinguna meðfram Grímsstaðamúla þar sem hún er fallskilagirðing. Á móti sjái Guðni um lagfæringu á tengivegunum sem liggja frá aðalveginum að Grenjum og að lóðamörkum hverrar lóðar. Stjórnin leggur til að félagið fái verktaka til að laga girðinguna þar sem sjóður í eigu félagsins ætti að geta staðið undir þeim kostnaði. Ef Guðni gengur ekki að þessu tilboði félagsins þá er það áfram hans mál að sjá um girðingar og tengivegi á næsta ári. Tillagan samþykkt af öllum á fundinum.
  • Vatnsmál. Senda þarf heilbrigðisfulltrúa bréf og óska eftir upplýsingum um hvernig er vatnið núna, þ.e. hvort það er drykkjarhæft. Hugsanlega þarf að taka ný sýni. Óska eftir skriflegu svari.
  • Nafnalisti látinn ganga á fundinum.


Fundi slitið 21:15


Stjórn félags bústaðaeiganda í Múlabyggð

  • Á. Snorri Árnason, formaður
  • Haraldur Dungal, gjaldkeri
  • Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari
  • Haraldur Jónsson, meðstjórnandi
  • Sigmundur Andrésson, meðstjórnandi

08 November 2009

Aðalfundur 29.maí 2008

Fundargerð aðalfundar Félags bústaðaeiganda í Múlabyggð

Dags. 29.maí 2008

Fundarstaður: í sal Félags rafiðnaðarmanna, Reykjavík.

Fundarritari: Kristín Anna Stefánsdóttir

Fráfarandi stjórn:

  • Haraldur Jónsson, formaður
  • Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari
  • Sverrir Sveinsson, gjaldkeri
  • Haraldur Dungal
  • Snorri Árnason


Fundarefni:


  1. Skýrsla stjórnar

Formaður leggur fram skýrslu stjórnar. Í skýrslu stjórnar eru m.a. eftirfarandi mál reifuð:

    1. Kauptilboð FBM í lönd í Múlabyggð, sjá fylgiskjöl.

    2. Skipulagsmál, sjá fylgibréf

    3. Vatnsveitan, sjá fylgiskjal

    4. Vegamál, sjá fylgiskjal. Vegagerð hyggst að setja ofaníburð í veginn að sumarhúsunum í lok júní 2008.

    5. Girðingarmál, sjá fylgiblað

Umræður um skýrslu stjórnar. Skýrsla stjórnar samþykkt.


  1. Kynning á reikningum félagsins.

Gjaldkeri félagsins, kynnti, sjá fylgiskjal. Félagið á nokkurn sjóð nú. Formaður leggur til að sjóðurinn verði óhreyfður til ráðstöfunar fyrir komandi stjórn vegna fyrirliggjandi mála. Reikningar félagsins samþykktir. Samþykkt óbreytt félagsgjald fyrir næsta ár, 5000 kr.


  1. Kosning stjórnar.

Úr stjórn fór Sverrir Sveinsson. Í hans stað var Sigmundur Andrésson kosinn í stjórn. Haraldur Jónsson sagði af sér sem formaður félagsins en situr áfram í stjórn. Snorri Árnason var kosinn formaður félagsins. Engin mótframboð. Ný stjórn skiptir með sér verkum.


  1. Önnur mál

  • Umræður um að skepnuhald á frístundalóðunum sé bannað. Í leigusamningum eru skilmálar varðandi skepnuhald sem eru enn í fullu gildi. Athugasemd gerð við skepnuhald (hesta) á frístundalóð í Múlabyggð.

  • Umræður um nýtt frumvarp til laga um réttarstöðu leigutaka á frístundalóðum. Formaður las úr drögum að frumvarpinu á fundinum.

  • Umræður um samskipti við landeiganda. Kvartað undan aðgerðarleysi varðandi frágang á vatnsveitu, girðingu og vegum. Rætt um að fá aðstoð frá lögfræðingi Landsambands sumarhúsaeiganda vegna samskipta við landeiganda til að kanna réttarstöðu bústaðaeiganda og hvaða leiðir eru mögulegar í stöðunni. Stjórnin fékk umboð fundarins til að halda áfram með málið eftir að lögfræðiálitið liggur fyrir.

  • Umræða um sorphirðu. Ræða þarf við Borgarbyggð varðandi losun á ruslagámum.

  • Umræða um að fá Vegagerðina til að hefla veginn frá Grímsstaðaafleggjaranum að Grenjum.

  • Umræða um losun á rotþróm í byggðinni. Margir töldu að sínar rotþrær ekki hafa verið tæmdar eins og lög segja til um.


Fundi slitið.

Losun rotþróa

Sveitarfélagið Borgarbyggð sér um að losa rotþrær skv. gildandi reglum hverju sinni.
Síðasta tæming var gerð í júní 2009.

Eigendur sumarhúsa verða að tryggja góðan aðgang að rotþró til tæmingar og merkja losunarop þannig að auðvelt sé að finna það.
Tæming og flutningur.
14. gr.
14.1 Sveitarstjórnir skulu sjá til þess að komið sé á kerfisbundinni tæmingu á seyru úr rotþróm.
14.2 Rekstraraðilar húsnæðis eða svæða þar sem salernisúrgangur, ristarúrgangur eða seyra fellur til bera ábyrgð á allri meðferð og flutningi úrgangsins, svo fremi ekki sé í gildi sérstök heilbrigðissamþykkt sem kveður á um annað.

Stjórn félagsins 2009-2010

Aðalfundur 3. nóv. 2009

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð var haldinn þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:00 að Stórhöfða 31 
Reykjavík í húsnæði Rafiðnaðarsambandsins, Matvís og Lífeyrissjóðsins Stafir. 

Fundarefni:  
  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Tillaga stjórnar um viðhald girðinga
  3. Önnur mál.
Fundargerð:

Netföng félagsmanna

Vinsamlega sendið netfang ykkar á póstfangið mulabyggd@gmail.com.

Til að geta sett inn athugasemdir á síðuna verðið þið að búa til Google aðgang á ykkar netfang. Ef þið farið neðst á síðuna til vinstri, smellið á "Follow" hnappinn undir félagsmenn, þá er ykkur leiðbeint áfram. Ef þið eigið þegar Google aðgang, notið þið hann.

Tilgreinið nafn, númer sumarhúss og netfang. Notið athugasemdir til að skrá netfangið.

Vatnsveitumál Múlabyggðar











Vatnsveita fyrir frístundabyggðina Múlabyggð á Grímsstöðum í Borgarbyggð er ekki rekin í samræmi við gildandi lög og reglur. Í því sambandi er vísað til úttektar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 24. maí 2007.

Stjórn félags bústaðaeigenda hefur einnig gert alvarlegar athugasemdir í kjölfar ofangreindar úttektar og sent ítrekað beiðni um að úrbótum verði hraðað að viðlagðri ábyrgð rekstraraðila. Fyrsta bréf er sent 28. janúar 2008 og hefur verið ítrekað nokkrum sinnum eftir það. Bréfin hafa verið send til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands með afriti til Umhverfisstofnunar, Guðna Haraldssonar og fulltrúa Borgarbyggðar.

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands er sent formanni félags bústaðaeigenda í Múlabyggð þann 6. okt. 2009. Þar segir að Guðni Haraldsson, eigandi Grímsstaða, hafi fengið tvö bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu varðandi vatnsbólin á árinu 2009. Ekki barst svar frá honum þannig að gefin var út formleg áminnig. Guðni kemur á fund Heilbrigðiseftirlitsins þann 6. okt. 2009 og gefur eftirfarandi upplýsingar:
- frá úttekt sem gerð var 2007 hafa bæði vatnsbólin sem þjóna Múlabyggð verið lagfærð. Brunnar hafi verið þrifnir og sótthreinsaðir. Nýr safngeymir, 3600 l var settur niður við Bjarnhóla árið 2008 og snemma árs 2009 settur niður annar safngeymir, 4500 l við vatnsból í Kerlingaskarði. Ekki hefur verið girt í kringum vatnsbólin og engar sýnatökur hafa farið fram enn. Því þarf að koma í lag sem fyrst.

Guðna Haraldssyni var bent á að eigandi eða rekstraraðili vatnsveitu sem þjónar 50 eða fleiri íbúum eða meira en 20 húsum skal sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar.

Í þessu bréfi segir Helgi Helgason f.h. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að það muni ekkert aðhafast í málinu fyrst um sinn nema nýjar upplýsingar komi fram sem ekki eru í samræmi við efni fyrrgreinds bréfs.
29. mars 2010
Samkvæmt nýjustu upplýsingum hyggst heilbrigðisfulltrúi taka ný sýni úr vatnsveitunni þegar frost er farið úr jörðu og enginn ágangur við vatnsbólin. Verður sett á dagskrá í apríl / maí 2010 samkvæmt svari frá honum þann 15. feb. 2010.
Enn er eftir að sækja um starfsleyfi fyrir vatnsveituna í Múlabyggð sem enn er á ábyrgð Guðna á Grímsstöðum. Venjulega fer úttekt fram samhliða umsókn um starfsleyfi.

Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.

Þann 30. apríl 2008 samþykkti Alþingi ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundabyggð.
Lögin eru talsvert frábrugðin fyrri lögum um sama efni og réttur lóðaleigenda er mun tryggari í þessum nýju lögum frá því sem áður var.
http://sumarhus.is/default.aspx?pageId=76

Í lögunum er kveðið á um að skylt sé að hafa félög í frístundabyggð sbr. eftirfarandi kafli:
"III. KAFLI
Réttindi og skyldur í frístundabyggð.
17. gr.
Félag í frístundabyggð.
Í frístundabyggð er umráðamönnum lóða undir frístundahús skylt að hafa með sér félagsskap um sameiginlega hagsmuni. Þó er ekki skylt að hafa slíkan félagsskap þegar:
1. umráðamenn lóða undir frístundahús eru fimm eða færri,
2. einn og sami aðilinn hefur umráð yfir helmingi lóða í frístundabyggðinni eða
3. engir eða afar takmarkaðir sameiginlegir hagsmunir eru í frístundabyggðinni.
Félagssvæði ræðst af jarðarmörkum. Heimilt er að sérstakir sameiginlegir hagsmunir eða önnur landfræðileg mörk afmarki umdæmi félags þannig að fleiri en eitt félag geti starfað á sömu jörð eða félagssvæði nái til fleiri en einnar jarðar.
Nú er félag í frístundabyggð stofnað fyrir gildistöku laga þessara og skulu samþykktir þess halda gildi sínu að því leyti sem þær samrýmast lögum þessum."

Sjá nánari samþykktir í lögunum:

Eldri lög félags bústaðaeigenda í Múlabyggð frá 22. mars 1993

Ný lög samþykkt 20.apríl 2010

1. grein
Nafn félagsins er "Félag bústaðaeigenda í Múlabyggð" (skammstafað FBM) sem er samstarfsvettvangur þeirra sem bústaði eiga í Múlabyggð, Grímsstöðum, Álftaneshreppi, Mýrasýslu.
Tilgangur félagsins er:
  • að gæta hagsmuna félagsmanna,
  • að koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart leigusala,
  • að hlutast til um að umgengni og framkvæmdir á svæðinu valdi sem minnstri röskun
2. grein
Leigutakar, sem bústaði eiga á svæðinu, geta orðið aðilar að félaginu.
Nýir bústaðaeigendur sækja til stjórnar um aðild og teljast fullgildir félagar þegar hún hefur samþykkt umsókn viðkomandi enda fullnægi umsækjandi skilyrðum um aðild. Óksi aðili að ganga úr félaginu skal tilkynna það skriflega til stjórnarinnar og skoðast úrsögnin samþykkt enda sé viðkomandi aðili skuldlaus við félagið. Sá aðili sem gengur úr félaginu á ekki tilkall til hugsanlegra fjármuna félagsins.

3. grein
Hver aðili hefur sinn sérstaka samning við leigusala og ber ábyrgð á að við hann sé staðið. Leigutaki getur leitað til stjórnarinnar komi upp ágreiningur milli hans og leigusala um túlkun á leigusamningi.

4. grein
Séu framkvæmdir fyrirhugaðar á svæðinu sem snert geta alla eignaraðila, skal leita samþykkis eignaraðila hverju sinni og jafnframt gera grein fyrir áætluðum kostnaði og skiptingu á milli aðila.
Telji einhver aðili innan félagsins sig ekki þurfa á viðkomandi þjónustu að halda getur meirihluti ekki skyldað hann til að taka þátt í kostnaði sem af henni leiðir.

5. grein
Aðalfundur FBM kýs félaginu stjórn sem skipuð skal þrem mönnum og tveim til vara.
Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

6. grein
Aðalfund skal halda ár hvert, eigi síðar en í aprílmánuði og boða til hans bréflega með a.m.k. viku fyrirvara. Hver aðili tilnefni á aðalfund einn fulltrúa með atkvæðisrétt fyrir hvern bústað sem er á (landleigu)svæðinu. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
Fastir liðir skulu vera:
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir starfsárið lagðir fram til samþykktar
  3. Lagabreytingar. Boðaðar lagabreytingar skulu sendar félagsmönnum með aðalfundarboði og taka þær gildi ef a.m.k. 2/3 fundarmanna samþykkja þær.
  4. Kosning stjórnar samkvæmt 5. grein.
  5. Kosning endurskoðanda og varaendurskoðanda
  6. Tekin ákvörðun um félagsgjald næsta starfsárs.
  7. Önnur mál.
7. grein
Félagsfundi skal halda þegar stjórn FBM ákveður eða þegar 1/5 félagsmanna óska þess.
Færa skal fundargerðir fyrir alla félags-og stjórnarfundi. Reikningsár félagsins er starfsár félagsins (sbr. 6. grein).

8. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda í eitt starfsár.


Lög þessi voru samþykkt einróma á stofnfundi félagsins í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði hinn 22. mars 1993.