29 May 2015

Stjórn félagsins 2015-2016

Þorvarður Kári Ólafsson, formaður (nr.19)

Fanný Miiller Jóhannsdóttir, gjaldkeri (nr.4)
Guðrún Svanborg Hauksdóttir, ritari (nr.36)

Aldís Norðfjörð (nr.30) 
Sigurður Einar Lyngdal (nr.7)

Varamenn: Haraldur Jónsson (nr.13) og Hildur Ingvarsdóttir (nr.33,34).

Kosin á aðalfundi félagsins 26. maí 2015.

Netfang stjórnar er mulabyggd@gmail.com

12 May 2015

Fundarboð - Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 26. maí 2015

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 26. maí næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er að Stórhöfða 31, sal Rafiðnaðarsambandsins (gengið inn að neðanverðu við húsið)
Fundurinn hefst á fræðsluerindi um brunavarnir, flutt af sérfræðingi frá Eflu verkfræðistofu.
Að því loknu tekur við dagskrá skv. lögum félagsins:
  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. Svo og um vatnsveituna
  2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum
  3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.,
  4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.,
  5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.,
  6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns,
  7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Svo og fyrir vatnsveituna
  8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Svo og vatnsveitugjalds skv.samþykktum vatnsveitudeildar
  9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra. Að þessu sinni engin
  10. Önnur mál. Lóðarleigusamningar
Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitudeildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.
Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com
Fyrir hönd stjórnar,
Þorvarður Kári Ólafsson formaður