29 April 2014

Bústaðaeigendur í Múlabyggð staðfesta yfirtöku á rekstri vatnsveitu, vega og girðinga

Á aðalfundi Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 29. apríl 2014 staðfesti félagið einróma samning við landeiganda um að félagið yfirtaki rekstur vatnsveitu, vega og girðinga í sumarhúsahverfinu. Jafnframt var lögum félagsins breytt þannig að þessi rekstur væri heimill. Gerðar voru sérstakar vatnsveitusamþykktir og samþykkt gjaldskrá fyrir vatnsveituna. Allir þeir sem eru tengdir vatnsveitunni í dag teljast aðilar að vatnsveitudeild félagsins og einnig gefst nokkrum óbyggðum lóðum til viðbótar kostur á að vera með í deildinni frá upphafi. Framundan eru brýnar umbætur til að tryggja heilnæmi vatnsins og skilvirkni veitunnar. Nánari upplýsingar er að finna í gögnum fundarins á vefnum mulabyggd.blogspot.com. Staðfestur samningur fer hér á eftir:

No comments:

Post a Comment