23 April 2014

Sérð þú sjónvarpsútsendingu RÚV í sumarhúsinu þínu?

Frétt af sumarhus.is:
RÚV hefur nú hafið stafrænar útsendingar. Við það aukast myndgæðin til muna.
Fyrir árslok 2014 var tveimur sjónvarpsrásum RÚV dreift stafrænt til a.m.k. 99,8% landsmanna, annarri í háskerpu (HD) en hinni í hefðbundnum stafrænum myndgæðum (SD).
Samhliða uppbyggingu nýja kerfisins hefur eldra dreifikerfi RÚV verið lagt niður, enda er það tæknilega úrelt.
31. mars 2014 var útsendingum um gamla dreifikerfið hætt.

Ef sjónvarpið er tengt við myndlykil, nærð þú stafrænni útsendingu án fyrirhafnar.

En ef þú ert ekki með myndlykil og hefur notað loftnet, þarf að kanna tvennt:

1. Er stafrænn móttakari í sjónvarpstækinu?
Sé stafrænn móttakari til staðar þarf að láta sjónvarpstækið leita að stafrænu útsendingunni. Stafrænn móttakari er í mörgum nýrri tækjum og geta söluaðilar sjónvarpstækja veitt upplýsingar um hvort svo sé.
Sé stafrænn móttakari ekki í sjónvarpstækinu þarf að kaupa hann hjá söluaðilum eða leigja hjá Vodafone.
2. Þarf að skipta um loftnet og/eða breyta stefnu þess?
Ef þú nærð ekki stafrænu útsendingunni með núverandi loftneti þarftu mögulega að skipta um loftnet eða breyta stefnu þess.

No comments:

Post a Comment