13 April 2014

Tillaga stjórnar að lagabreytingu á aðalfundi 29. apríl 2014

I. 4.grein laganna fjallar um hlutverk félagsins. Lagt er til að síðasti liður hennar (sem í eldri lögum fjallar um samskipta- og umgengnisreglur) hljóði svo:
4. Að taka ákvarðanir um verkefni samkvæmt 19.gr. laga um frístundabyggð.


II. Lagt er til að 5.grein laganna (sem í eldri lögum fjallar um tilgang félagsins) hljóði svo:
5.gr Sameiginlegar veitur
Ákveði aðalfundur að reka sameiginlega aðveitu eða fráveitu skulu gerðar skriflegar samþykktir um þann rekstur og honum haldið aðskildum frá almennum rekstri félagsins.


III. Lagt er til að 19.grein laganna (sem áður kvað á um helmings fundarsókn til lagabreytinga) hljóði svo:
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi með samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og minnst þriðjungur félagsmanna sæki fundinn.


Rök fyrir lagabreytingunum:
Megintilgangur þessara breytinga er að í lögunum sé skýr heimild til þess að félagið megi reka vatnsveitu og sjá um viðhald vega og girðinga. Til að raska ekki númerum lagagreina eru tekin út óþarfa ákvæði, sem eru innifalin í öðrum ákvæðum og lögum um frístundabyggð. Jafnframt eru ekki lengur gerðar kröfur um helmings mætingu á aðalfund til að breyta lögum félagsins, en áfram er gerð krafa um aukinn meirihluta fundarins til að gera lagabreytingu.



Stjórn félagsins

No comments:

Post a Comment