11 December 2023

Aðalfundargerð 2022

  Aðalfundargerð 2022


Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð haldinn  fimmtudaginn 27. október kl 20.00 í

safnaðarheimili Bústaðakirkju.

Mættir voru fulltrúar frá lóðum númer 1, 2, 7, 10, 11, 12, 13, 15, 17, 18, 19, 20, 24, 25, 30,

33, 34 og 37.

Formaður setti fundinn. Fundarstjóri var Þorvarður og fundarritari Valdís.

Fundarstjóri byrjaði á að ganga úr skugga um að löglega hafi verið boðað til fundarins og

reyndist svo vera. Ritari upplýsti að erfiðlega hafi gengið að koma fundarboðum til nokkurra

félaga þar sem sumir hafa ekki uppfært netföngin sín en það er ekki á ábyrgð félagsins ef fólk

hefur ekki tilkynnt um ný netföng.

Dagskrá var samkvæmt lögum félagsins.

1. Formaður flutti skýrlu stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna. Hann ræddi um

breyttan fundartíma en aðalfundir hafa venjulega verið haldnir í maí. Keyptur var trjákurlari

og hann tekinn í notkun. Farið var í girðingarvinnu með vesturhlið svæðisins í júní og haldin

veisla í framhaldi af henni. Brennur voru haldnar um verslunarmannahelgar og síðan var aftur

farið í girðingarvinnu í kringum vatnsbólið. Greitt var fyrir snjómokstur.

2. Gjalkeri lagði fram staðfestir ársreikningar félagsins til umræðu og samþykktar ásamt

vatnsveitureikningum. Hann óskaði eftir að fjalla líka um liði 7 og 8.

Það kom fram að engar skuldir hvíla á félaginu.

Í rekstraráætlun var lagt til að gjald verði óbreytt 20.000 kr fyrir byggðar lóðir og 10.000 kr

fyrir óbyggðar lóðir og vatnsveitugjald verði áfram 25.000 kr.

Umræða var um hvort ástæða væri til að safna peningum sem greitt er til vatnsveitunar í sjóð.

Gjaldið hefði verið svona hátt í byrjun þegar verið var að byggja vatnsveituna. Lagt var til að

gjaldið yrði lækkað í 15.000 kr. Gjaldkeri svaraði að það gæti borgað sig að eiga allt að fimm

milljónir í sjóði til öryggis ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá var stungið upp á hvort það borgaði sig

ekki að kaupa tryggingar til öryggis en það borgar sig líklega ekki þar sem tengingar innan

lóðar er á ábyrgð eiganda, heildar lögnin er á okkar ábyrgð. Rifja þarf upp skilmála sem gerðir

voru þegar vatnsveitan var tengd. Vísað var til stjórnar að rifja upp reglurnar og athuga

almennar reglur um veitur, allavega það sem gildir innan félagsins. Tillagan um lækkun

vatnsveitugjald var dregin til baka.

Væntanlegir kostnaðarliðir eru girðingarvinna, snjómokstur og kaup á kerru undir kurlarann.

3. Kosning formanns. Formaður samþykkti að sitja áfram í næstu stjórn.

4. Kosning annarra stjórnarmanna. Gjalkeri og ritari samþykktu að sitja áfram í næstu stjórn.

5. Kosning varamanns. Aldís óskaði eftir að ganga úr stjórn og Magnea bauð sig fram í

hennar stað sem meðstjórnandi. Valdís bauð sig fram sem varamaður. Hildur situr áfram sem

varamaður.

6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns. Þeir sitja áfram.  

Stjórn skipa: Pétur Helgason formaður (nr. 12)

Birgir Einarsson ritari (nr. 1 og 2)

Snæbjörn Sigurðsson gjaldkeri (nr. 1 og 2)

Magnea Antonsdóttir meðstjórnandi (nr. 7)

Einar Jónsson meðstjórnandi (nr. 1 og 2)


Valdís B. Guðjónsdóttir varamaður (nr. 1 og 2)

Hildur Ingvarsdóttir varamaður (nr. 33 og 34)

Sigmundur Andrésson (nr. 24) skoðunarmaður reikninga

Þorvarður Kári Ólafsson (nr. 19) skoðunarmaður reikninga


7. Rekstrar og framkvæmdaáætlanir voru samþykktar.  

8. Stjórn lagði til að félagsgjald verði óbreitt, þ.e. 20.000 kr fyrir byggðar lóðir og 10.000 kr

fyrir óbyggðar lóðir, og vatnsveitugjald verði áfram 25.000 kr. Það var samþykkt samhljóða.

9. Mál sem tiltekin voru í fundarboði og afgreiðsla þeirra: 

a) Snjómokstur. Gert var ráð fyrir 250.000 kr í snjómokstur á seinasta aðalfundi en

kostnaður varð u.þ.b.140.000 kr þrátt fyrir snjóþungan vetur. Samþykkt var að gera

áfram ráð fyrir 250.000 kr í snjómokstur.

b) Girðingarvinna. Sést hefur til kinda á svæðinu en austanmegin við svæðið er opið inn í

skógræktina hans Guðna. Guðna ber skylda til að girða skógræktina. Kanna þarf hvernig

hann stendur við það einnig þarf að aðgreina lóðarmörk. Það þarf að grisja gróður sem

liggur að girðingu. Sinna þarf reglulegu viðhaldi á girðingum og prílum.

c) Göngustígar, girðingastigar/prílur og brýr. Við athugun á því hvað prílur kosta þá

reyndust þær vera mjög dýrar. Lagt var til að lögð yrði til hliðar ákveðin upphæð árlega.

e) Kurlari. Hann er þungur og erfitt að flytja hann. Það þarf að setja hann á kerru og breiða

yfir með segldúk. Einnig vantar leiðbeiningar. Valdís tók að sér að útbúa leiðbeiningar

til að fylgja með honum. Lagt var til að byggður yrði skúr til að geyma kurlarann og þá

þau áhöld og verkfæri sem fylgja girðingarvinnunni. Þessu var vísað til stjórnar.

f) Brenna um Verslunarmannahelgi. Brenna var haldin um verslunarmannahelgina en ekki

er gert ráð fyrir að haldin verði önnur brenna fyrir næsta aðalfund sem verður í mái.

g) Öryggismál - Vatnsbrunnar fyrir slökkviliðið. Pétur átti fund með slökkviliðinu í

Borgarnesi. Það er spurning um stað þar sem hægt er að ná í vatn til að dæla á tanka

slökkviðliðsbíls. Vandamál slökkviliðsins er að ná í vatn. Við höfum Urriðaá og Stekká

auk lækja innan hverfisins. Við þurfum að merkja þá staði sem henta best og setja upp

tanka eða búa til hyli. Við höfum klöppur við hvert hús. Við erum nokkuð vel sett hvað

flóttaleiðir varðar. Lagt er til að hafa 50 m slöngu og slökkvitæki við hvern bústað eða

undir bústöðum. Lýst var eftir sjálfboðaliðum til að vinna þetta mat áfram. Aldís tók að

sér að athuga með skilti og stundið var upp á Þorvarði sem brunamálastjóra hverfisins.

Þau samþykktu og gjaldkeri sagði að rými væri fyrir fjárútlátum.

10. Önnur mál. Spurning um hvort hægt væri að útbúa lista yfir eigendur bústaða svo hægt

væri að ná í fólk ef eitthvað kæmi upp á samanber atvik sem átti sér stað þegar reykskynjari

fór í gang í mannlausum bústað.


Fundi slitið kl 21:53