03 November 2020

Leiðbeiningar fyrir fjarfund

 

Aðalfundur Félags bústaðareiganda í Múlabyggð 2020

Af gefnu tilefni mun aðalfundur félagsins fara fram á Google Meet, sem er frítt forrit til fjarfundar.

- Hvetjum alla til að fara inná eftirfarandi slóð https://meet.google.com/ til að ganga úr skugga um að tölvan eða spjaldtölvan ykkar þekki eða viðurkenni ekki örugglega þetta viðmót.

- Fundarboð berst í tölvupósti.

-Það er ekki nauðsynlegt að vera með vefmyndavél til að geta tekið þátt, bara skemmtilegra  :o)

Hér fyrir neðan er dæmi um fundarboð á fjarfundinn

Í fundarboðinu fylgir hlekkur ( undirstrikaður hér fyrir neðan með rauðu ) sem mun leiða ykkur áfram á fundinn.




Um leið og ýtt hefur verið á hlekkinn úr tölvupóstinum mun eftirfarandi gluggi opnast.

Hér ætti að birtast mynd af þátttakanda ef viðkomandi er með vefmyndavél. Hér gefst tækifæri á að stilla alltsaman af, laga hárið eða varalitinn áður en þátttaka á fundinum hefst.

Þegar allt er klárt, skal þrýsta á græna hnappinn ( hér merktur með rauðum hring ) og þá hefur beiðni þín um þátttöku verið sent til fundahaldara. 


Nú ættir þú að sjá alla þá sem eru að taka þátt í aðalfundinum.

Við biðjum félagsmenn vinsamlegast að hafi slökkt á míkrafóninum rétt á meðan stjórn fer með sitt mál nema þeir hafi e-ð að segja.

Fyrir þá sem vilja kanna búnaðinn sinn fyrir fundinn og ganga út skugga um hvort allt gangi upp verður settur upp prufufundur milli kl.19.30 og 19.30

Vinsamlega sendið mér tölvupóst á mulabyggd@gmail.com og við reddum því.

Sjáumst svo öll hress heima í stofunni!

b.kv. Stjórnin




02 November 2020

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 2020

 Sæl öll sömul,

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 3. Nóvember næstkomandi, kl 20.00.

Til að draga úr smithættu (Covid19) verður fjarfundur á Zoom og verður sendur út hlekkur með tölvupósti og jafnframt settur á facebook síðu félagsins samdægurs. 

 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

 

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.

 

2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum.

 

3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.

 

4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.

 

5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.

 

6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.

 

7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.

 

8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.

 

9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra: 


a) Snjómokstur


Stjórn leggur til að áfram verði reynt að halda veginum að Múlabyggð og afleggjurum opnum um helgar og hátíðardaga yfir vetrartímann með snjómokstri eftir þörfum. Í því skyni verði gert ráð fyrir allt að 250þkr. í rekstraráætlun félagsins fyrir veturinn 2020/2021


Félagsmenn geta lagt fram fyrirspurn/ósk um snjómokstur á facebook síðu félagsins eða hringt í Birgi Örn Einarsson í síma 8961010. Þörf fyrir snjómokstur er þá metinn og snjómokstur eftir atvikum framkvæmdur.


b) Girðingarvinna. Lagt er til að félagið standi að viðgerð á girðingu í samræmi við framkvæmd undanfarin ár óháð því hvort hún sé á ábyrgð Guðna eða ekki.


c) Lagt er til að vatnsbólin verði hreinsuð og yfirfarin og girðingar lagfærðar.

 

10. Önnur mál.


Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnsveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitudeildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.

 

Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com

 

Stjórnin


-- 
F.h. félags bústaðaeigenda í Múlabyggð, Grímsstöðum, Borgarbyggð