07 May 2019

Fundarboð - Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 21. maí 2019

Aðalfundarboð 2019
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 21. maí næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er í safnaðarheimili Bústaðakirkju, gengið inn frá Bústaðavegi.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.
2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum.
3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.
4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.
5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.
6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.
7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.
8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a. Lagabreytingar. Lagt er til að boðununarfrestur stjórnarfunda verði lækkaður úr tveimur vikum í 7 daga.
b. Snjómokstur
10. Önnur mál.

Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnsveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitudeildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.
Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com
Stjórnin
- - -
P.s: nánari tillögur undir 9. dagskrárlið:
a. Tillaga að lagabreytingum
12.gr: " Til funda skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara á sama hátt og aðalfund.“ " hljóði svo: "" Til funda skal boða bréflega með þriggja daga fyrirvara á sama hátt og aðalfund.“
b. Snjómokstur, Tillaga

Stjórn leggur til að í tilraunaskyni verði reynt að halda veginum að Múlabyggð og afleggjurum opnum um helgar yfir vetrartimann með snjómokstri eftir þörfum. Í því skyni verði gert ráð fyrir allt að 250þkr í rekstraráætlun félagsins fyrir veturinn 2019/2020