13 April 2014

Nýr lóðarleigusamningur sem öllum leigutökum í Múlabyggð býðst á árinu 2014

LÓÐARLEIGUSAMNINGUR
___________________________________________________________________________

Leigusali:
Guðni Haraldsson,  kt. 310146-2829,
Grímsstöðum, Borgarbyggð.

Leigutaki/leigutakar:

_________________________________________  kt. ______________________

_________________________________________  kt. ______________________

heimili ____________________________________________________________


Lóð:
Lóðin heitir _______________________________ landnúmer _________________

stærð _______________

Aðilar gera hér með lóðarleigusamning um ofangreinda lóð undir sumarbústað úr landi jarðarinnar Grímsstaða, Borgarbyggð, samkvæmt staðfestu og þinglýstu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð á jörðinni.

Deiliskipulag ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum fyrir svæðið telst hluti af samningi þessum.  Leigutakar hafa kynnt sér deiliskipulagið og skilmálana og samþykkja það að öllu leyti.

Leiguskilmálar:

1.               Leigusali leigir leigutaka á leigu land undir eitt sumarhús á ofangreindri lóð úr jörðinni Grímsstöðum, Borgarbyggð.  Mannvirki og notkun lóðarinnar skulu vera í samræmi við skipulagsskilmála.  Leiguafnot skv. samningi þessum eru land skv. fyrrtöldu, akvegir og opin svæði innan orlofshúsasvæðisins eftir samkomulagi við leigusala.

2.               Leigutími er 20 ár frá dagsetningu samnings þessa.  Um framlengingu samningsins að loknum leigutíma fer samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma eða samkomulagi aðila.

3.               Ársleiga er  krónur 50.000 -fimmtíuþúsund  og skal hún greidd í maí ár hvert skv. greiðsluseðli (má vera rafrænn) sem landeigandi sendir leigutaka.  Leigugjald breytist til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu milli gjalddaga ár hvert.  Grunnleiga samnings þessa er miðuð byggingarvísitölu í mars 2014 eða 118,9 stig (grunnur frá 2010).  Sé leigan ekki greidd fyrir eindaga (mánuði eftir gjalddaga) falla á hana hæstu lögleyfðir dráttarvextir og innheimtukostnaður komi til lögfræðilegrar innheimtu.
                  Verði leigusamningur endurnýjaður í lok leigutíma skal leigufjárhæð í nýjum leigusamningi miðuð við eldri leigu eins og hún hefur breyst með verðtryggingu.
                 
4.               Í leigugjaldi er innifalið afnot lands sbr. 1.gr. 
                 
5.               Leigutakar kaupa kalt vatn af félagi sem rekur vatnsveitu á svæðinu.  Þeir greiða stofnkostnað og fyrir kaup á vatninu skv. ákvörðun félagsins.
                  Leigutakar afla sjálfir rafmagns frá þeim aðila sem selur það á svæðinu og greiða allan kostnað vegna þess.
                 
6.               Umgengni og nýting lóðar skal vera snyrtileg og í samræmi við gildandi reglur.  Leigutaka er með öllu óheimilt að nýta landið til annars en að framan greinir og getur leigusali krafist þess með sérstakri áskorun til leigutaka að óheimilli notkun landsins, t.d. geymslu gamalla ökutækja eða annarra lausafjármuna, sé tafarlaust hætt að viðlagðri riftun leigusamnings.  Sama gildir ef notkun leigutaka á hinu leigða landi hefur í för með sér óþrifnað og er til óþæginda fyrir aðra leigutaka á svæðinu.
                 
7.               Leigutaki greiði alla skatta og gjöld af hinni leigðu lóð og halda uppi lögskilum     af henni frá undirritun  þessa leigusamnings.  Sama gildir um skatta og gjöld af
                  mannvirkjum á lóðinni.

8.               Leigutaki skuldbindur sig til að fara að fyrirmælum skipulags- og heilbrigðis-yfirvalda að öllu leyti hvað varðar frágang á skolp- og frárennsli.

9.               Leigutaki má veðsetja eign sína,  þ.e. hús eða önnur mannvirki á lóðinni með tilheyrandi lóðarréttindum.  Framsal á réttindum skv. samningi þessum er heimilt en þó getur leigusali hafnað framsali ef lóðarleiga er í vanskilum.  Framsal skal því ávallt áritað um samþykki leigusala og gildir þá um leið sem tilkynning til hans um framsalið.  Komi til sölu á réttindum leigutaka á leigusali forkaupsrétt á eignum leigutaka á lóðinni. Leigutakar eiga forkaupsrétt að lóðinni verði hún seld.  Um forkaupsréttinn gilda almennar reglur þar um á hverjum tíma.

10.             Leigutaka er skylt að vera í félagi orlofshúsaeigenda á svæðinu, en félaginu er ætlað að koma fram sem almennur málsvari  allra leigutaka á svæðinu gagnvart leigusala og taka að sér sameiginleg mál leigutaka eftir því sem nánar er ákveðið í samþykktum félagsins. Félagið annast m.a. viðhald girðinga og vega á sumarhúsasvæðinu.  Skal leigutaka skylt að hlíta löglega teknum ákvörðunum félagsfunda.

11.             Verði verulegar vanefndir á samningi þessum fer um riftun skv. lögum.

12.             Samningur þessi heldur gildi sínu þótt eigendaskipti verði að jörðinni Grímsstöðum, Borgarbyggð.
                 
13.             Rísi mál út af leigusamningi þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi
                  Vesturlands.

14.             Samningur þessi er gerður í þremur samhljóða eintökum, eitt handa hvorum aðila og eitt til þinglýsingar.   

15.             Leigutakar greiða þinglýsingar- og stimpilgjöld vegna samnings þessa.

Öllu framangreindu til staðfestu, rita aðilar nöfn sín í viðurvist votta.
   

Grímsstöðum,         /        2014.
                 


Leigusali:                                                             Leigutakar:                                                   

__________________________                          _______________________________
Guðni Haraldsson

                                                                              _______________________________






Vottar að fjárræði, réttri dagsetningu og undirritun aðila:

_______________________________________kt.___________________


_______________________________________kt.___________________

No comments:

Post a Comment