29 April 2014

Bústaðaeigendur í Múlabyggð staðfesta yfirtöku á rekstri vatnsveitu, vega og girðinga

Á aðalfundi Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 29. apríl 2014 staðfesti félagið einróma samning við landeiganda um að félagið yfirtaki rekstur vatnsveitu, vega og girðinga í sumarhúsahverfinu. Jafnframt var lögum félagsins breytt þannig að þessi rekstur væri heimill. Gerðar voru sérstakar vatnsveitusamþykktir og samþykkt gjaldskrá fyrir vatnsveituna. Allir þeir sem eru tengdir vatnsveitunni í dag teljast aðilar að vatnsveitudeild félagsins og einnig gefst nokkrum óbyggðum lóðum til viðbótar kostur á að vera með í deildinni frá upphafi. Framundan eru brýnar umbætur til að tryggja heilnæmi vatnsins og skilvirkni veitunnar. Nánari upplýsingar er að finna í gögnum fundarins á vefnum mulabyggd.blogspot.com. Staðfestur samningur fer hér á eftir:

24 April 2014

Umboð vegna aðalfundar 2014

Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn 29. apríl eru hvattir til að nota meðfylgjandi eyðublað til að veita öðrum umboð.

23 April 2014

Sérð þú sjónvarpsútsendingu RÚV í sumarhúsinu þínu?

Frétt af sumarhus.is:
RÚV hefur nú hafið stafrænar útsendingar. Við það aukast myndgæðin til muna.
Fyrir árslok 2014 var tveimur sjónvarpsrásum RÚV dreift stafrænt til a.m.k. 99,8% landsmanna, annarri í háskerpu (HD) en hinni í hefðbundnum stafrænum myndgæðum (SD).
Samhliða uppbyggingu nýja kerfisins hefur eldra dreifikerfi RÚV verið lagt niður, enda er það tæknilega úrelt.
31. mars 2014 var útsendingum um gamla dreifikerfið hætt.

Ef sjónvarpið er tengt við myndlykil, nærð þú stafrænni útsendingu án fyrirhafnar.

En ef þú ert ekki með myndlykil og hefur notað loftnet, þarf að kanna tvennt:

1. Er stafrænn móttakari í sjónvarpstækinu?
Sé stafrænn móttakari til staðar þarf að láta sjónvarpstækið leita að stafrænu útsendingunni. Stafrænn móttakari er í mörgum nýrri tækjum og geta söluaðilar sjónvarpstækja veitt upplýsingar um hvort svo sé.
Sé stafrænn móttakari ekki í sjónvarpstækinu þarf að kaupa hann hjá söluaðilum eða leigja hjá Vodafone.
2. Þarf að skipta um loftnet og/eða breyta stefnu þess?
Ef þú nærð ekki stafrænu útsendingunni með núverandi loftneti þarftu mögulega að skipta um loftnet eða breyta stefnu þess.

14 April 2014

Fundarboð - Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 29. apríl 2014

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl næstkomandi, kl 20.00.

Fundarstaðurinn er að Stórhöfða 31, sal Rafiðnaðarsambandsins (gengið inn að neðanverðu við húsið)

Fundarefni er skv. lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins,
2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar,
3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.,
4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.,
5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.,
6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns,
7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr.
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra,
10. Önnur mál

Undir lið 9 verður tekið fyrir eftirfarandi:
a) Kynning á ástandi vatnsveitu, vega og girðinga.

Mikilvægt er að félagsmenn kynni sér meðfylgjandi gögn vel og fjölmenni á fundinn því um stór mál er að ræða og nauðsynlegt samkvæmt lögum að meiri hluti félagsmanna mæti til að hægt sé að afgreiða þau. Þeir sem ekki geta mætt eru hvattir til að nota meðfylgjandi eyðublað til að veita öðrum umboð.

Gögn fundarins er að finna á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com


Fyrir hönd stjórnar,

Þorvarður Kári Ólafsson formaður 

Samningur um yfirtöku á rekstri vatnsveitu, vega og girðinga, til staðfestingar á aðalfundi 2014

Þessi samningur var undirritaður 11.apríl 2014 og er lagður fyrir aðalfund Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 29. apríl 2014 til staðfestingar:

 
 
 
 

13 April 2014

Tillaga stjórnar að lagabreytingu á aðalfundi 29. apríl 2014

I. 4.grein laganna fjallar um hlutverk félagsins. Lagt er til að síðasti liður hennar (sem í eldri lögum fjallar um samskipta- og umgengnisreglur) hljóði svo:
4. Að taka ákvarðanir um verkefni samkvæmt 19.gr. laga um frístundabyggð.


II. Lagt er til að 5.grein laganna (sem í eldri lögum fjallar um tilgang félagsins) hljóði svo:
5.gr Sameiginlegar veitur
Ákveði aðalfundur að reka sameiginlega aðveitu eða fráveitu skulu gerðar skriflegar samþykktir um þann rekstur og honum haldið aðskildum frá almennum rekstri félagsins.


III. Lagt er til að 19.grein laganna (sem áður kvað á um helmings fundarsókn til lagabreytinga) hljóði svo:
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi með samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og minnst þriðjungur félagsmanna sæki fundinn.


Rök fyrir lagabreytingunum:
Megintilgangur þessara breytinga er að í lögunum sé skýr heimild til þess að félagið megi reka vatnsveitu og sjá um viðhald vega og girðinga. Til að raska ekki númerum lagagreina eru tekin út óþarfa ákvæði, sem eru innifalin í öðrum ákvæðum og lögum um frístundabyggð. Jafnframt eru ekki lengur gerðar kröfur um helmings mætingu á aðalfund til að breyta lögum félagsins, en áfram er gerð krafa um aukinn meirihluta fundarins til að gera lagabreytingu.



Stjórn félagsins

Tillaga að gjaldskrá fyrir vatnsveitu Múlabyggðar

Tillaga lögð fyrir aðalfund 2014

Árgjald lóðar
55.000 krónur

Stofngjald
300.000 krónur
(vatnsöflunargjald og tengibúnaður á lóðamörkum, miðað við að aðallögn sé til staðar við lóðarmörk)
Rök fyrir árgjaldi: Gjaldið samsvarar tvöfaldri lækkun lóðarleigunnar samkvæmt yfirtökusamningi 11.apríl 2014. Þetta er sú upphæð sem stjórn telur nauðsynlega vegna brýnna verkefna til að vatnsveitan uppfylli lagakröfur. Stefnt er að lækkun þessa gjalds þegar lagakröfur hafa verið uppfylltar.

Rök fyrir stofngjaldi: Stofngjald þarf að mæta kostnaði við að afla meira vatns og efla stofnlagnir vegna nýrra notenda, ef þeir koma til. Gert er ráð fyrir að aðallögn sé til staðar við lóðarmörk, en ef svo er ekki þurfa nýir notendur jafnframt að bera kostnað af að leggja aðallögn þangað.

Tillaga að samþykktum fyrir vatnsveitudeild Félags bústaðaeigenda Múlabyggð

Tillaga lögð fyrir aðalfiund 2014

1. grein Staða
Deildin starfar samkvæmt heimild í 4. og 5. grein laga félagsins og samningi við landeiganda dags. 11. apríl 2014.

2. grein Aðild
Aðilar að deildinni eru þeir félagsmenn sem eru lóðarhafar þeirra lóða sem vatns njóta frá sameiginlegri vatnsveitu við stofnun deildarinnar.
Félagsmenn í deildinni öðlast með þessu hlut í mannvirkjum og öðrum eignum deildarinnar. Sá hlutur flyst frá seljanda eignar til kaupanda við eigendaskipti á landi og/eða húsi samkvæmt fasteignaskrá.
Lóðarhafar annarra lóða á svæði félagsins en tilgreindar eru í 1. mgr. geta orðið aðilar að deildinni með því að greiða stofngjald samkvæmt gjaldskrá deildarinnar. Umsóknir um tengingu skal senda skriflega til stjórnar félagsins.

3. grein Hlutverk
Hlutverk deildarinnar er að annast rekstur sameiginlegrar vatnsveitu fyrir frístundabyggðina í Múlabyggð samkvæmt samningi félagsins við landeiganda.
Í því felst m.a. að standa fyrir fullnaðar frágangi lagna, sameiginlegu viðhaldi, stækkun ef þurfa þykir, endurbótum á frágangi vatnsbóls, eftirliti með gæðum vatnsins, tæmingu lagna og áhleypingu eftir þörfum.

4. grein Fjármál og ákvarðanir
Rekstri vatnsveitunnar skal haldið aðskildum frá almennum rekstri félagsins. Reikningar hennar skulu lagðir fram með reikningum félagsins á aðalfundi þess. Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum deildarinnar, en þó þannig að einungis félagsmenn í deildinni hafa atvæðisrétt með eitt atkvæði fyrir hverja lóð sem er í deildinni. Einnig er stjórn félagsins heimilt að boða sérstaka deildarfundi um málefni vatnsveitunnar.

5. grein Skyldur og heimildir
Skráður eigandi sumarbústaðar eða lóðarhafi, sem fengið hefur tengingu við vatnsveituna samkvæmt 2.grein hér að framan, ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og annars kostnaðar samkvæmt 3. grein, sem réttilega hefur verið ákveðinn samkvæmt samþykktum þessum á löglega boðuðum fundi samkvæmt 4. grein hér að framan. Heimilt er að loka fyrir heimæð hjá þeim, sem vanrækja að greiða fyrrnefnd gjöld á gjalddaga, að undangenginni skriflegri aðvörun.
Einnig er heimilt að loka fyrir heimæð hjá þeim, sem sannanlega eyða vatni óhóflega, að undangenginni skriflegri aðvörun.
Heimilt er að loka fyrir heimæð án fyrirvara ef nauðsyn krefur vegna viðgerða á aðallögnum eða tenginga annarra heimæða.
Að öðru leyti gilda ákvæði laga og reglugerða um vatnsveitur sveitarfélaga á hverjum tíma um vatnsveitu þessa eftir því, sem við getur átt, sbr. núgildandi lög nr. 32/2004 og reglugerð nr. 401/2005.

6. grein Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi með samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og minnst þriðjungur félagsmanna sæki fundinn.

7. grein Slit
Hætti deildin stöfum skal lögmætur aðalfundur félagsins, sem slítur deildinni, taka ákvörðun um ráðstöfun á eignum hennar, enda skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Einungis félagsmenn í deildinni hafa atkvæðisrétt við slíka ákvörðun.

Nýr lóðarleigusamningur sem öllum leigutökum í Múlabyggð býðst á árinu 2014

LÓÐARLEIGUSAMNINGUR
___________________________________________________________________________

Leigusali:
Guðni Haraldsson,  kt. 310146-2829,
Grímsstöðum, Borgarbyggð.

Leigutaki/leigutakar:

_________________________________________  kt. ______________________

_________________________________________  kt. ______________________

heimili ____________________________________________________________


Lóð:
Lóðin heitir _______________________________ landnúmer _________________

stærð _______________

Aðilar gera hér með lóðarleigusamning um ofangreinda lóð undir sumarbústað úr landi jarðarinnar Grímsstaða, Borgarbyggð, samkvæmt staðfestu og þinglýstu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð á jörðinni.

Deiliskipulag ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum fyrir svæðið telst hluti af samningi þessum.  Leigutakar hafa kynnt sér deiliskipulagið og skilmálana og samþykkja það að öllu leyti.

Leiguskilmálar:

1.               Leigusali leigir leigutaka á leigu land undir eitt sumarhús á ofangreindri lóð úr jörðinni Grímsstöðum, Borgarbyggð.  Mannvirki og notkun lóðarinnar skulu vera í samræmi við skipulagsskilmála.  Leiguafnot skv. samningi þessum eru land skv. fyrrtöldu, akvegir og opin svæði innan orlofshúsasvæðisins eftir samkomulagi við leigusala.

2.               Leigutími er 20 ár frá dagsetningu samnings þessa.  Um framlengingu samningsins að loknum leigutíma fer samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma eða samkomulagi aðila.

3.               Ársleiga er  krónur 50.000 -fimmtíuþúsund  og skal hún greidd í maí ár hvert skv. greiðsluseðli (má vera rafrænn) sem landeigandi sendir leigutaka.  Leigugjald breytist til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu milli gjalddaga ár hvert.  Grunnleiga samnings þessa er miðuð byggingarvísitölu í mars 2014 eða 118,9 stig (grunnur frá 2010).  Sé leigan ekki greidd fyrir eindaga (mánuði eftir gjalddaga) falla á hana hæstu lögleyfðir dráttarvextir og innheimtukostnaður komi til lögfræðilegrar innheimtu.
                  Verði leigusamningur endurnýjaður í lok leigutíma skal leigufjárhæð í nýjum leigusamningi miðuð við eldri leigu eins og hún hefur breyst með verðtryggingu.
                 
4.               Í leigugjaldi er innifalið afnot lands sbr. 1.gr. 
                 
5.               Leigutakar kaupa kalt vatn af félagi sem rekur vatnsveitu á svæðinu.  Þeir greiða stofnkostnað og fyrir kaup á vatninu skv. ákvörðun félagsins.
                  Leigutakar afla sjálfir rafmagns frá þeim aðila sem selur það á svæðinu og greiða allan kostnað vegna þess.
                 
6.               Umgengni og nýting lóðar skal vera snyrtileg og í samræmi við gildandi reglur.  Leigutaka er með öllu óheimilt að nýta landið til annars en að framan greinir og getur leigusali krafist þess með sérstakri áskorun til leigutaka að óheimilli notkun landsins, t.d. geymslu gamalla ökutækja eða annarra lausafjármuna, sé tafarlaust hætt að viðlagðri riftun leigusamnings.  Sama gildir ef notkun leigutaka á hinu leigða landi hefur í för með sér óþrifnað og er til óþæginda fyrir aðra leigutaka á svæðinu.
                 
7.               Leigutaki greiði alla skatta og gjöld af hinni leigðu lóð og halda uppi lögskilum     af henni frá undirritun  þessa leigusamnings.  Sama gildir um skatta og gjöld af
                  mannvirkjum á lóðinni.

8.               Leigutaki skuldbindur sig til að fara að fyrirmælum skipulags- og heilbrigðis-yfirvalda að öllu leyti hvað varðar frágang á skolp- og frárennsli.

9.               Leigutaki má veðsetja eign sína,  þ.e. hús eða önnur mannvirki á lóðinni með tilheyrandi lóðarréttindum.  Framsal á réttindum skv. samningi þessum er heimilt en þó getur leigusali hafnað framsali ef lóðarleiga er í vanskilum.  Framsal skal því ávallt áritað um samþykki leigusala og gildir þá um leið sem tilkynning til hans um framsalið.  Komi til sölu á réttindum leigutaka á leigusali forkaupsrétt á eignum leigutaka á lóðinni. Leigutakar eiga forkaupsrétt að lóðinni verði hún seld.  Um forkaupsréttinn gilda almennar reglur þar um á hverjum tíma.

10.             Leigutaka er skylt að vera í félagi orlofshúsaeigenda á svæðinu, en félaginu er ætlað að koma fram sem almennur málsvari  allra leigutaka á svæðinu gagnvart leigusala og taka að sér sameiginleg mál leigutaka eftir því sem nánar er ákveðið í samþykktum félagsins. Félagið annast m.a. viðhald girðinga og vega á sumarhúsasvæðinu.  Skal leigutaka skylt að hlíta löglega teknum ákvörðunum félagsfunda.

11.             Verði verulegar vanefndir á samningi þessum fer um riftun skv. lögum.

12.             Samningur þessi heldur gildi sínu þótt eigendaskipti verði að jörðinni Grímsstöðum, Borgarbyggð.
                 
13.             Rísi mál út af leigusamningi þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi
                  Vesturlands.

14.             Samningur þessi er gerður í þremur samhljóða eintökum, eitt handa hvorum aðila og eitt til þinglýsingar.   

15.             Leigutakar greiða þinglýsingar- og stimpilgjöld vegna samnings þessa.

Öllu framangreindu til staðfestu, rita aðilar nöfn sín í viðurvist votta.
   

Grímsstöðum,         /        2014.
                 


Leigusali:                                                             Leigutakar:                                                   

__________________________                          _______________________________
Guðni Haraldsson

                                                                              _______________________________






Vottar að fjárræði, réttri dagsetningu og undirritun aðila:

_______________________________________kt.___________________


_______________________________________kt.___________________