Áríðandi orðsending til húseigenda, íbúa og gesta í Múlabyggð:
Félag bústaðaeigenda í Múlabyggð hefur tekið yfir vatnsveitu staðarins með samningi við Guðna Haraldsson, eiganda Grímsstaða, sem samþykktur var á aðalfundi félagsins í apríl sl.
Stjórn FBM hefur þegar hafist handa við úrbætur við vatnsveituna sem miðast við að hún fái starfsleyfi og þar með heilbrigðisvottun, svo og að tryggja næga vatnsöflun.
Þar til að annað verður tilkynnt er bústaðaeigendum, að viðlagðri ábyrgð þeirra, bent á að vatn úr vatnsveitunni er ekki drykkjarhæft og þeim bent á að hengja upp með áberandi hætti í bústöðum sínum orðsendingu þess efnis öllum til viðvörunar.
f.h. stjórnar,
Þorvarður Kári Ólafsson, formaður
Félag bústaðaeigenda í Múlabyggð hefur tekið yfir vatnsveitu staðarins með samningi við Guðna Haraldsson, eiganda Grímsstaða, sem samþykktur var á aðalfundi félagsins í apríl sl.
Stjórn FBM hefur þegar hafist handa við úrbætur við vatnsveituna sem miðast við að hún fái starfsleyfi og þar með heilbrigðisvottun, svo og að tryggja næga vatnsöflun.
Þar til að annað verður tilkynnt er bústaðaeigendum, að viðlagðri ábyrgð þeirra, bent á að vatn úr vatnsveitunni er ekki drykkjarhæft og þeim bent á að hengja upp með áberandi hætti í bústöðum sínum orðsendingu þess efnis öllum til viðvörunar.
f.h. stjórnar,
Þorvarður Kári Ólafsson, formaður
No comments:
Post a Comment