22 November 2009

Aðalfundur félags bústaðaeigenda í Múlabyggð

3. nóvember 2009 kl. 20

Fundarstaður: Stórhöfði 31, húsnæði Rafiðnaðarsambandsins og fleiri.
Fundarritari: Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari stjórnar
  1. Fundargerð síðasta aðalfundar.
    Ritari las upp fundargerð síðasta aðalfundar 29.maí ´08 og var hún samþykkt.
  2. Skýrsla stjórnar
    Snorri, formaður, sagði frá helstu störfum stjórnar á liðnu starfsári. Haldnir voru þrír stjórnarfundir. Meginverkefni stjórnar voru:
    · samskipti við Borgarbyggð vegna vegamála. Vegakafli neðan við frístundabyggð fékkst heflaður sumarið 2009.
    · samskipti við heilbrigðisfulltrúa Vesturlands vegna vatnsmála í Múlabyggð. Sjá fyrri fundargerðir. Búið að bæta við 2 vatnstönkum en eftir að ganga frá þeim endanlega. Enn ógirt utan um vatnsbólin. Hálfgerð pattstaða í málinu nú.
  3. Skýrsla gjaldkera
    Haraldur Dungal gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Hann var samþykktur.
  4. Kosning stjórnar
    Núverandi stjórn endurkjörin fram til næsta aðalfundar. Fyrir næsta aðalfund þarf að tryggja að fundarboð berist með öruggum hætti. Einnig þarf að vinna í því að fá nýtt fólk í framboð til stjórnar þar sem 2 – 3 stjórnarmenn munu ganga úr stjórn á næsta aðalfundi, þ.m.t. formaður stjórnar.
  5. Tillaga að lagabreytingu
    Kynnt tillaga að lagabreytingu sem talin er þörf á vegna breytinga á lögum um frístundabyggðir þannig að þau séu í samræmi við núgildandi lög. Haraldur Jónsson sagði að þar sem þyrfti 2/3 lóðareiganda til að samþykkja ný lög væri ekki hægt að greiða atkvæði um þau á þessum fundi þar sem aðeins fjórtán af þeim 20 sem þyrfti til að samþykkja lagabreytingar voru mættir á fundinn. Ákveðið að halda annan aðalfund eftir páska 2010 og leggja þá að nýju fram tillögu um lagabreytingu fyrir félags bústaðaeigenda í Múlabyggð.
  6. Önnur mál
  • Vegamál. Umræður um að skrifa byggðarráði Borgarbyggðar um vegamál. Við borgum fasteignagjöld og eigum rétt á grunnþjónustu, þ.e.a.s t.d vegamál, hefla og fl.
  • Endurskoðun ársreikninga. Þarf endurskoðenda til að fara yfir ársreikninga og staðfesta þá. Pétur Kristinsson tekur að sér endurskoðun ársreikninga félagsins.
  • Félagsgjöld. Ákveðið að félagsgjöld verða óbreytt fyrir árið 2010, þ.e. 5000 kr.
  • Girðingar og tengivegir. Lagt til að Guðna Haraldssyni, Grímsstöðum, verði skrifað bréf og gert tilboð um að félagið taki að sér að lagfæra girðingu umhverfis frístundabyggðina á kostnað félagsins, þ.e. girðingu meðfram veginum frá Sólvöllum (Múlabyggð 19) að skógræktargirðingu Guðna við Urriðá. Sveitarfélagið sér um girðinguna meðfram Grímsstaðamúla þar sem hún er fallskilagirðing. Á móti sjái Guðni um lagfæringu á tengivegunum sem liggja frá aðalveginum að Grenjum og að lóðamörkum hverrar lóðar. Stjórnin leggur til að félagið fái verktaka til að laga girðinguna þar sem sjóður í eigu félagsins ætti að geta staðið undir þeim kostnaði. Ef Guðni gengur ekki að þessu tilboði félagsins þá er það áfram hans mál að sjá um girðingar og tengivegi á næsta ári. Tillagan samþykkt af öllum á fundinum.
  • Vatnsmál. Senda þarf heilbrigðisfulltrúa bréf og óska eftir upplýsingum um hvernig er vatnið núna, þ.e. hvort það er drykkjarhæft. Hugsanlega þarf að taka ný sýni. Óska eftir skriflegu svari.
  • Nafnalisti látinn ganga á fundinum.


Fundi slitið 21:15


Stjórn félags bústaðaeiganda í Múlabyggð

  • Á. Snorri Árnason, formaður
  • Haraldur Dungal, gjaldkeri
  • Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari
  • Haraldur Jónsson, meðstjórnandi
  • Sigmundur Andrésson, meðstjórnandi

No comments:

Post a Comment