08 November 2009

Eldri lög félags bústaðaeigenda í Múlabyggð frá 22. mars 1993

Ný lög samþykkt 20.apríl 2010

1. grein
Nafn félagsins er "Félag bústaðaeigenda í Múlabyggð" (skammstafað FBM) sem er samstarfsvettvangur þeirra sem bústaði eiga í Múlabyggð, Grímsstöðum, Álftaneshreppi, Mýrasýslu.
Tilgangur félagsins er:
  • að gæta hagsmuna félagsmanna,
  • að koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart leigusala,
  • að hlutast til um að umgengni og framkvæmdir á svæðinu valdi sem minnstri röskun
2. grein
Leigutakar, sem bústaði eiga á svæðinu, geta orðið aðilar að félaginu.
Nýir bústaðaeigendur sækja til stjórnar um aðild og teljast fullgildir félagar þegar hún hefur samþykkt umsókn viðkomandi enda fullnægi umsækjandi skilyrðum um aðild. Óksi aðili að ganga úr félaginu skal tilkynna það skriflega til stjórnarinnar og skoðast úrsögnin samþykkt enda sé viðkomandi aðili skuldlaus við félagið. Sá aðili sem gengur úr félaginu á ekki tilkall til hugsanlegra fjármuna félagsins.

3. grein
Hver aðili hefur sinn sérstaka samning við leigusala og ber ábyrgð á að við hann sé staðið. Leigutaki getur leitað til stjórnarinnar komi upp ágreiningur milli hans og leigusala um túlkun á leigusamningi.

4. grein
Séu framkvæmdir fyrirhugaðar á svæðinu sem snert geta alla eignaraðila, skal leita samþykkis eignaraðila hverju sinni og jafnframt gera grein fyrir áætluðum kostnaði og skiptingu á milli aðila.
Telji einhver aðili innan félagsins sig ekki þurfa á viðkomandi þjónustu að halda getur meirihluti ekki skyldað hann til að taka þátt í kostnaði sem af henni leiðir.

5. grein
Aðalfundur FBM kýs félaginu stjórn sem skipuð skal þrem mönnum og tveim til vara.
Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

6. grein
Aðalfund skal halda ár hvert, eigi síðar en í aprílmánuði og boða til hans bréflega með a.m.k. viku fyrirvara. Hver aðili tilnefni á aðalfund einn fulltrúa með atkvæðisrétt fyrir hvern bústað sem er á (landleigu)svæðinu. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
Fastir liðir skulu vera:
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir starfsárið lagðir fram til samþykktar
  3. Lagabreytingar. Boðaðar lagabreytingar skulu sendar félagsmönnum með aðalfundarboði og taka þær gildi ef a.m.k. 2/3 fundarmanna samþykkja þær.
  4. Kosning stjórnar samkvæmt 5. grein.
  5. Kosning endurskoðanda og varaendurskoðanda
  6. Tekin ákvörðun um félagsgjald næsta starfsárs.
  7. Önnur mál.
7. grein
Félagsfundi skal halda þegar stjórn FBM ákveður eða þegar 1/5 félagsmanna óska þess.
Færa skal fundargerðir fyrir alla félags-og stjórnarfundi. Reikningsár félagsins er starfsár félagsins (sbr. 6. grein).

8. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda í eitt starfsár.


Lög þessi voru samþykkt einróma á stofnfundi félagsins í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði hinn 22. mars 1993.

No comments:

Post a Comment