Fundargerð aðalfundar Félags bústaðaeiganda í Múlabyggð
Dags. 29.maí 2008
Fundarstaður: í sal Félags rafiðnaðarmanna, Reykjavík.
Fundarritari: Kristín Anna Stefánsdóttir
Fráfarandi stjórn:
- Haraldur Jónsson, formaður
- Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari
- Sverrir Sveinsson, gjaldkeri
- Haraldur Dungal
- Snorri Árnason
Fundarefni:
Skýrsla stjórnar
Formaður leggur fram skýrslu stjórnar. Í skýrslu stjórnar eru m.a. eftirfarandi mál reifuð:
Kauptilboð FBM í lönd í Múlabyggð, sjá fylgiskjöl.
Skipulagsmál, sjá fylgibréf
Vatnsveitan, sjá fylgiskjal
Vegamál, sjá fylgiskjal. Vegagerð hyggst að setja ofaníburð í veginn að sumarhúsunum í lok júní 2008.
Girðingarmál, sjá fylgiblað
Umræður um skýrslu stjórnar. Skýrsla stjórnar samþykkt.
Kynning á reikningum félagsins.
Gjaldkeri félagsins, kynnti, sjá fylgiskjal. Félagið á nokkurn sjóð nú. Formaður leggur til að sjóðurinn verði óhreyfður til ráðstöfunar fyrir komandi stjórn vegna fyrirliggjandi mála. Reikningar félagsins samþykktir. Samþykkt óbreytt félagsgjald fyrir næsta ár, 5000 kr.
Kosning stjórnar.
Úr stjórn fór Sverrir Sveinsson. Í hans stað var Sigmundur Andrésson kosinn í stjórn. Haraldur Jónsson sagði af sér sem formaður félagsins en situr áfram í stjórn. Snorri Árnason var kosinn formaður félagsins. Engin mótframboð. Ný stjórn skiptir með sér verkum.
Önnur mál
Umræður um að skepnuhald á frístundalóðunum sé bannað. Í leigusamningum eru skilmálar varðandi skepnuhald sem eru enn í fullu gildi. Athugasemd gerð við skepnuhald (hesta) á frístundalóð í Múlabyggð.
Umræður um nýtt frumvarp til laga um réttarstöðu leigutaka á frístundalóðum. Formaður las úr drögum að frumvarpinu á fundinum.
Umræður um samskipti við landeiganda. Kvartað undan aðgerðarleysi varðandi frágang á vatnsveitu, girðingu og vegum. Rætt um að fá aðstoð frá lögfræðingi Landsambands sumarhúsaeiganda vegna samskipta við landeiganda til að kanna réttarstöðu bústaðaeiganda og hvaða leiðir eru mögulegar í stöðunni. Stjórnin fékk umboð fundarins til að halda áfram með málið eftir að lögfræðiálitið liggur fyrir.
Umræða um sorphirðu. Ræða þarf við Borgarbyggð varðandi losun á ruslagámum.
Umræða um að fá Vegagerðina til að hefla veginn frá Grímsstaðaafleggjaranum að Grenjum.
Umræða um losun á rotþróm í byggðinni. Margir töldu að sínar rotþrær ekki hafa verið tæmdar eins og lög segja til um.
Fundi slitið.
No comments:
Post a Comment