08 November 2009

Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.

Þann 30. apríl 2008 samþykkti Alþingi ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundabyggð.
Lögin eru talsvert frábrugðin fyrri lögum um sama efni og réttur lóðaleigenda er mun tryggari í þessum nýju lögum frá því sem áður var.
http://sumarhus.is/default.aspx?pageId=76

Í lögunum er kveðið á um að skylt sé að hafa félög í frístundabyggð sbr. eftirfarandi kafli:
"III. KAFLI
Réttindi og skyldur í frístundabyggð.
17. gr.
Félag í frístundabyggð.
Í frístundabyggð er umráðamönnum lóða undir frístundahús skylt að hafa með sér félagsskap um sameiginlega hagsmuni. Þó er ekki skylt að hafa slíkan félagsskap þegar:
1. umráðamenn lóða undir frístundahús eru fimm eða færri,
2. einn og sami aðilinn hefur umráð yfir helmingi lóða í frístundabyggðinni eða
3. engir eða afar takmarkaðir sameiginlegir hagsmunir eru í frístundabyggðinni.
Félagssvæði ræðst af jarðarmörkum. Heimilt er að sérstakir sameiginlegir hagsmunir eða önnur landfræðileg mörk afmarki umdæmi félags þannig að fleiri en eitt félag geti starfað á sömu jörð eða félagssvæði nái til fleiri en einnar jarðar.
Nú er félag í frístundabyggð stofnað fyrir gildistöku laga þessara og skulu samþykktir þess halda gildi sínu að því leyti sem þær samrýmast lögum þessum."

Sjá nánari samþykktir í lögunum:

No comments:

Post a Comment