08 November 2009

Vatnsveitumál Múlabyggðar











Vatnsveita fyrir frístundabyggðina Múlabyggð á Grímsstöðum í Borgarbyggð er ekki rekin í samræmi við gildandi lög og reglur. Í því sambandi er vísað til úttektar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 24. maí 2007.

Stjórn félags bústaðaeigenda hefur einnig gert alvarlegar athugasemdir í kjölfar ofangreindar úttektar og sent ítrekað beiðni um að úrbótum verði hraðað að viðlagðri ábyrgð rekstraraðila. Fyrsta bréf er sent 28. janúar 2008 og hefur verið ítrekað nokkrum sinnum eftir það. Bréfin hafa verið send til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands með afriti til Umhverfisstofnunar, Guðna Haraldssonar og fulltrúa Borgarbyggðar.

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands er sent formanni félags bústaðaeigenda í Múlabyggð þann 6. okt. 2009. Þar segir að Guðni Haraldsson, eigandi Grímsstaða, hafi fengið tvö bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu varðandi vatnsbólin á árinu 2009. Ekki barst svar frá honum þannig að gefin var út formleg áminnig. Guðni kemur á fund Heilbrigðiseftirlitsins þann 6. okt. 2009 og gefur eftirfarandi upplýsingar:
- frá úttekt sem gerð var 2007 hafa bæði vatnsbólin sem þjóna Múlabyggð verið lagfærð. Brunnar hafi verið þrifnir og sótthreinsaðir. Nýr safngeymir, 3600 l var settur niður við Bjarnhóla árið 2008 og snemma árs 2009 settur niður annar safngeymir, 4500 l við vatnsból í Kerlingaskarði. Ekki hefur verið girt í kringum vatnsbólin og engar sýnatökur hafa farið fram enn. Því þarf að koma í lag sem fyrst.

Guðna Haraldssyni var bent á að eigandi eða rekstraraðili vatnsveitu sem þjónar 50 eða fleiri íbúum eða meira en 20 húsum skal sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar.

Í þessu bréfi segir Helgi Helgason f.h. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að það muni ekkert aðhafast í málinu fyrst um sinn nema nýjar upplýsingar komi fram sem ekki eru í samræmi við efni fyrrgreinds bréfs.
29. mars 2010
Samkvæmt nýjustu upplýsingum hyggst heilbrigðisfulltrúi taka ný sýni úr vatnsveitunni þegar frost er farið úr jörðu og enginn ágangur við vatnsbólin. Verður sett á dagskrá í apríl / maí 2010 samkvæmt svari frá honum þann 15. feb. 2010.
Enn er eftir að sækja um starfsleyfi fyrir vatnsveituna í Múlabyggð sem enn er á ábyrgð Guðna á Grímsstöðum. Venjulega fer úttekt fram samhliða umsókn um starfsleyfi.

No comments:

Post a Comment