29 March 2010

Vegamál á svæðinu

Formaður FBM sendi fyrirspurn um viðhald vegarins neðan við Múlabyggð til Jökuls Helgasonar forstöðumanns framkvæmdasviðs Borgarbyggðar eftir síðasta aðalfund félagsins.

Svarið frá Jökli er hér:
"Skv. þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér ber sveitarfélaginu ekki skylda til að sinna viðhaldi á umræddum vegi. Hinsvegar getur sveitarfélagið sótt um fjárveitingu til Vegagerðarinnar til að sinna viðhaldi svokallaðra styrkvega í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að sækja um fjárveitingu til Vegagerðarinnar fyrir umræddan veg fyrir árið 2010, en úthlutun Vegagerðarinnar fer að öllum líkindum fram næsta vor. Hvort eða hver sú fjárveiting verður mun ráða úrslitum um hvað hægt verður að gera fyrir veginn á komandi sumri, en leiða má líkum að því að fjármagnið dugi til heflunar og mögulega ofaníburð á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir.
Kv. Jökull H."

No comments:

Post a Comment