Fundarstaður: Stórhöfði 31, húsnæði Rafiðnaðarsambandsins og fleiri.
Fundarritari: Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari stjórnar
- Fundargerð síðasta aðalfundar.
Ritari las upp fundargerð síðasta aðalfundar 29.maí ´08 og var hún samþykkt. - Skýrsla stjórnar
Snorri, formaður, sagði frá helstu störfum stjórnar á liðnu starfsári. Haldnir voru þrír stjórnarfundir. Meginverkefni stjórnar voru:
· samskipti við Borgarbyggð vegna vegamála. Vegakafli neðan við frístundabyggð fékkst heflaður sumarið 2009.
· samskipti við heilbrigðisfulltrúa Vesturlands vegna vatnsmála í Múlabyggð. Sjá fyrri fundargerðir. Búið að bæta við 2 vatnstönkum en eftir að ganga frá þeim endanlega. Enn ógirt utan um vatnsbólin. Hálfgerð pattstaða í málinu nú. - Skýrsla gjaldkera
Haraldur Dungal gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Hann var samþykktur. - Kosning stjórnar
Núverandi stjórn endurkjörin fram til næsta aðalfundar. Fyrir næsta aðalfund þarf að tryggja að fundarboð berist með öruggum hætti. Einnig þarf að vinna í því að fá nýtt fólk í framboð til stjórnar þar sem 2 – 3 stjórnarmenn munu ganga úr stjórn á næsta aðalfundi, þ.m.t. formaður stjórnar. - Tillaga að lagabreytingu
Kynnt tillaga að lagabreytingu sem talin er þörf á vegna breytinga á lögum um frístundabyggðir þannig að þau séu í samræmi við núgildandi lög. Haraldur Jónsson sagði að þar sem þyrfti 2/3 lóðareiganda til að samþykkja ný lög væri ekki hægt að greiða atkvæði um þau á þessum fundi þar sem aðeins fjórtán af þeim 20 sem þyrfti til að samþykkja lagabreytingar voru mættir á fundinn. Ákveðið að halda annan aðalfund eftir páska 2010 og leggja þá að nýju fram tillögu um lagabreytingu fyrir félags bústaðaeigenda í Múlabyggð. - Önnur mál
- Vegamál. Umræður um að skrifa byggðarráði Borgarbyggðar um vegamál. Við borgum fasteignagjöld og eigum rétt á grunnþjónustu, þ.e.a.s t.d vegamál, hefla og fl.
- Endurskoðun ársreikninga. Þarf endurskoðenda til að fara yfir ársreikninga og staðfesta þá. Pétur Kristinsson tekur að sér endurskoðun ársreikninga félagsins.
- Félagsgjöld. Ákveðið að félagsgjöld verða óbreytt fyrir árið 2010, þ.e. 5000 kr.
- Girðingar og tengivegir. Lagt til að Guðna Haraldssyni, Grímsstöðum, verði skrifað bréf og gert tilboð um að félagið taki að sér að lagfæra girðingu umhverfis frístundabyggðina á kostnað félagsins, þ.e. girðingu meðfram veginum frá Sólvöllum (Múlabyggð 19) að skógræktargirðingu Guðna við Urriðá. Sveitarfélagið sér um girðinguna meðfram Grímsstaðamúla þar sem hún er fallskilagirðing. Á móti sjái Guðni um lagfæringu á tengivegunum sem liggja frá aðalveginum að Grenjum og að lóðamörkum hverrar lóðar. Stjórnin leggur til að félagið fái verktaka til að laga girðinguna þar sem sjóður í eigu félagsins ætti að geta staðið undir þeim kostnaði. Ef Guðni gengur ekki að þessu tilboði félagsins þá er það áfram hans mál að sjá um girðingar og tengivegi á næsta ári. Tillagan samþykkt af öllum á fundinum.
- Vatnsmál. Senda þarf heilbrigðisfulltrúa bréf og óska eftir upplýsingum um hvernig er vatnið núna, þ.e. hvort það er drykkjarhæft. Hugsanlega þarf að taka ný sýni. Óska eftir skriflegu svari.
- Nafnalisti látinn ganga á fundinum.
Fundi slitið 21:15
Stjórn félags bústaðaeiganda í Múlabyggð
- Á. Snorri Árnason, formaður
- Haraldur Dungal, gjaldkeri
- Kristín Anna Stefánsdóttir, ritari
- Haraldur Jónsson, meðstjórnandi
- Sigmundur Andrésson, meðstjórnandi