04 June 2013

Aðalfundargerð 2012



Fundargerð

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Múlabyggð,

haldinn 29. maí 2012 að Stórhöfða 31, Reykjavík


Mættir voru: Nr.4 Lilja/Guðrún, nr.7 Sigurður, nr.8/14 Haraldur/Gíslína, nr.9 Stefán, nr.10 Björn, nr.13 Haraldur/Guðrún, nr.16 Engilbert, nr.17/18/20 Pétur, nr.19 Þorvarður/Anna, nr.24 Sigmundur, nr. 25 Hjalti, nr.33/34 Þórdís/Ingvar, nr.36 Þorbjörn, nr.37 Guðmundur.

Formaður, Þorvarður Kári Ólafsson,  bauð fundarmenn velkomna og setti fund. 

1.      Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar. Umræður um skýrslu stjórnar, m.a. um vegamál og hver hefði skyldur til að viðhalda veginum frá Grímsstaðaafleggjara að Grenjum.

2.      Ársreikningur félagsins lagður fram. Björn Gunnarsson gjaldkeri, kynnir ársreikninga 2011. Umræður og fyrirspurnir m.a. um vexti og útistandandi skuldir. Reikningar samþykktir samhljóða.

3.      Kosningar í samræmi við 6. gr. reglna félagsins:
a.       Kosning formanns. Núverandi formaður gefur kost á sér áfram og Haraldur Jónsson tekur við fundarstjórn og óskar eftir fleiri framboðum Enginn annar gaf kost á sér og Þorvarður Kári Ólafsson því endurkjörinn formaður með lófaklappi og tekur aftur við fundarstjórn.
b.      Kosning  fjögurra stjórnamanna. Allir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér áfram. Fundarstjóri óskar eftir fleiri framboðum sem ekki berast og eru því eftirtaldir kjörnir með lófaklappi: Björn Gunnarsson, Haraldur Jónsson og Pétur Kristinsson.
c.       Kosning varamanna í stjórn. Óskað eftir framboðum sem ekki berast. Ari Hauksson og Ágúst Sigurðsson eru því endurkjörnir í varastjórn með lófaklappi.
d.      Kosning skoðunarmanna reikninga. Þórdís Árnadóttir og Hjalti Schiöth gefa kost á sér og eru kjörin með lófaklappi.

4.      Framlagning rekstrar og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Stjórn leggur ekki fram áætlun en fram kemur að ef niðurstaða fæst varðandi rekstur á vatnsveitu eða áform um aðgerðir þá verði boðað til sérstaks félagsfundar þar um. Umræður um ástand vatnsveitunnar. Samþykkt að Þorvarður og Pétur ræði við Guðna um möguleika á stofnun félags um vatnsveituna. Umræða um vegamál, hugmyndir lagðar fram um að ræða við Borgarbyggð um viðhald á veginum og jafnvel að félagið leggi fjármagn til lagfæringa. Boðað yrði til félagsfundar ef til kæmi. Umræður um girðingamál, samþykkt að fela stjórn að leita leiða til að laga hornstaura á veglínu og fá upplýsingar um kostnað við að laga girðinguna á því svæði. Minnt á samþykkt frá aðalfundi í apríl 2010 um að heimila stjórn að nýta allt að 300 þúsund til að láta laga girðingar. Sú heimild hefur ekki verið nýtt.

5.      Árgjald.  Stjórnin leggur til óbreytt árgjald, 5000 kr. Fram kom önnur tillaga um að hækka árgjald í 7500 kr. Hún var rædd og samþykkt samhljóða.

6.      Önnur mál: Haraldur fer yfir ráðleggingar um framlengingu á leigusamningum.  Hann hvetur menn til að vera vakandi áður en samningar renna út og leita sér aðstoðar hjá stjórn eða Landssambandinu.

Ekki fleiri mál tekin fyrir og fundi slitið kl. 21.45.

Fundarritari
Anna Kristín Sigurðardóttir

No comments:

Post a Comment