18 June 2013

Samkomulag um yfirtöku vatnsveitu ofl. v/Múlabyggðar



SAMKOMULAG
v/ Múlabyggðar í landi Grímsstaða, Borgarbyggð


Vísað er til tilboða sem hafa gengið milli félags bústaðaeigenda í Múlabyggð  og Guðna Haraldssonar eiganda Grímsstaða varðandi yfirtöku á vatnsveitu, girðingum og viðhaldi vega.

Aðilar eru sammála um að félag bústaðaeigenda yfirtaki frá og með sumrinu 2013 rekstur vatnsveitu, viðhald girðinga og vega í Múlabyggð, Grímsstöðum.

Frá og með árinu 2014 lækki lóðarleiga á leigulóðum. Ársleiga reiknist þannig að upphæðin sem innheimt var 2013 lækki um 22.500 kr. og útkoman taki síðan hækkunum samkvæmt vísitölu í samningum.

Aðilar eru sammála um að ráðist verði nú þegar í nauðsynlegar framkvæmdir til að tryggja nægt vatn sumarið 2013.  Landeigandi samþykkir slíkar framkvæmdir og býður fram aðstoð sína í því sambandi.  Nánara samkomulag verði gert varðandi frekari framkvæmdir til að tryggja rekstur vatnsveitunnar til framtíðar.
 
Borgarnesi, 18. júní 2013.
 Guðni Haraldsson (sign.)

f.h. félags bústaðaeigenda á Grímssstöðum með fyrirvara um samþykki félagsfundar:
Þorvarður Kári Ólafsson (sign.)                                        Pétur Kristinsson (sign.)

Vottar að fjárræði, réttri dagsetningu og undirritun:
Ingi Tryggvason hdl. (sign.) 

No comments:

Post a Comment