20 June 2018

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 2017

Fundur haldinn þann 23. maí 2017 í safnaðarheimili Bústaðakirkju.

Mættir voru fulltrúar frá lóðum númer 2 (9 lóðir alls), 1, 36, 19, 7, 30, 33, 34, 24, 15, 16, 11, 25, 37, 4, 3, 18, 17 og 20.

Dagskrá var samkvæmt aðalfundarboði.
Sigurður, formaður félagsins, var kjörinn fundarstjóri, fundarritari var Guðrún Svanborg ritari félagsins.

Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust var Pylsukynning og Fræðsla um brunavarnir
Slökkviliðsmaður fræddi um brunavarnir. Helstu atriði:
Reykskynjarar. Staðsetja á mitt loftið, ekki uppi í kverk.  Skipta um rafhlöðu árlega. Ný tegund reykskynjara endist í 10 ár, ekki þarf að skipta um rafhlöðu í þeim.
Slökkvitæki. Léttvatnstækin handhæg, draga 6 m og ráða við flestar gerðir bruna, þó ekki rafmagnselda við meira en 1000 vött og meiriháttar gaselda.  Þola ekki að frjósa. Staðsetja í flóttaleið í góðu aðgengi. Fara yfir á 5 ára fresti, gæta sérstaklega að því að ekki komi sprungur í slönguna í sólarljósi, þær endast í 3 – 5 ár. Þurrduftið er öflugra, en mikið mál að hreinsa eftir þau.
Klöppur. Góðar á sinu, en ráða illa við elda í þéttari gróðri, til dæmis kerfilbreiðum og kjarri.
Mikilvægt að hafa autt svæði upp við bústaði, helst einn til tvo metra.
Annað mikilvægt eru eldvarnarteppi, brunagel og kælipokar.
Sérstök hætta stafar af:
Eldavélum.
Snjáðum hleðslusnúrum.
Grillum. Mikilvægt að halda þeim hreinum, fitan logar. Staðsetja fjarri eldfimum efnum

Aðalfundarstörf

    1. Skýrsla stjórnar
Sigurður ber fram skýrsluna sem hljóðaði þannig:

Eftirtaldir voru í stjórn Félags bústaðaeigenda Múlabyggð frá júní 2013 til apríl 2014:
Formaður Sigurður Lyngdal (Nr.7)
Gjaldkeri Fanný B Miiller Jóhannesdóttir (Nr.4)
Ritari Guðrún Svanborg Hauksdóttir (Nr.36)
Meðstjórnandi Pétur Helgason (Nr.12)
Meðstjórnandi Aldís Magnea Norðfjörð (Nr.30)
Varamaður Þorvarður Kári Ólafsson (Nr.19)
Varamaður Hildur Ingvarsdóttir (Nr.33,34)
Stjórnin hélt sjö fundi á starfsárinu. Meginverkefni ársins voru vegir og vatnsveita, en einnig var fjallað um girðingamál, eldvarnarklöppur og endurnýjun lóðarleigusamninga.
Á árinu var hafinn undirbúningur að viðhaldi vega á sumarhúsasvæðinu. Gert var við ræsi hjá Eimskipshúsunum og skipulögð vinna við ofaníburð í alla vegi innan svæðisins. Efni verður keypt í stórum hlössum og bóndinn á Háhóli mun koma því ofan í vegina. Ljóst er að þetta er mikil og dýr framkvæmd sem mun taka mörg ár.
Stjórnin hóf í fyrra undirbúning að því sækja um starfsleyfi fyrir vatnsveituna, en í ljós kom að vatnsveita af þessari stærð þarf ekki starfsleyfi. Því var fallið frá starfsleyfisumsókn að sinni, en engu að síður er haldið áfram að huga að heilnæmi vatnsins og vatnsgæftum. Nánar um það í sér skýrslu um vatnsveituna.
Ekki varð af girðingarvinnu að þessu sinni, en ætlunin er að boða annan girðingardag í haust.
Á síðustu tveimur aðalfundum var samþykkt að kaupa sinuklöppur og hefur nú loksins orðið af því. Niðurstaðan varð sú að setja eina klöppu á hvert hús. Þær hafa verið keyptar og verða afhentar á bústaðasvæðinu á næstunni, ásamt festingum. Í upphafi aðalfundar var notkun þeirra kennd.
Stjórnin beitti sér fyrir því að allir leigutakar gætu gert nýja lóðarleigusamninga á árinu 2014 og fékkst inn ákvæði um slíkt í yfirtökusamning við landeiganda sem var undirritaður og þinglýst fyrir þremur árum síðan. Skemmst er frá því að segja að landeigandi hefur ekki efnt þetta ákvæði samkomulagsins.
Fyrir hönd stjórnar
Sigurður Lyngdal, formaður

Við umræður kom fram:
Vegir. Vinna hefst eftir sauðburð. Efni keypt hjá Borgarverki, lagt verður í vegina að meðaltali 5 til 7 cm þykkt lag. Líklega þarf einhversstaðar að hefla áður. Hálfdán á Háhóli tekur að sér verkið og Pétur stjórnarmaður verður fulltrúi stjórnarinnar. Ekki var fengið tilboð, Hálfdán hefur reynst traustur verkmaður og sanngjarn, full ástæða til að treysta honum.  Hálfdán er til með að hjálpa fólki við afleggjara að húsum sínum, eigendur greiði þá sjálfir fyrir vinnu og efni.
Girðingar. Viðhald. Stefnt að vinnudegi í lok júlí.
Klöppur. Verða fluttar uppeftir um Hvítasunnuna. Setja skal þær upp á norðurhliðar húsa.
Lóðaleigusamningar. Guðni sendi drög að samningi fundardaginn. Að minnsta kosti tvennt í honum sem þarfnast athugasemda, annarsvegar að stærð lóðanna sé ekki á hreinu, hinsvegar að leiguupphæð hækki samkvæmt vísitölu en geti ekki lækkað samkvæmt henni. Verður skoðað áfram. Drögin verða send til félagsmanna sem komi með athugasemdir. Þeir sem keyptu nýlega hafa gert nýjan samning. Sé samningur fallin úr gildi ríkir munnlegt samkomulag, en það dugir skammt ef kastast í kekki. Því er mikilvægt að allir fái skriflegan samning. Fram kom á fundinum að mikilvægt væri að samræma fermetraverð á svæðinu. Þorvarður er að vinna í að fá svæðið mælt eftir deildiskipulagi og loftmyndum.
Vatnsveitan. Ekki hefur enn fengist lausn á því hvernig unnt er að ná vatni úr hugsanlegri lind vestan megin. Klór verður settur í bólið austan megin fljótlega (skolast fljótt úr) og yfirfall þeim megin verður lækkað. Seint verður unnt að tyggja að vatnið sé alveg hreint. Hugsanlega verður mælt með því að hver og einn kaupi geislunarbúnað í bústað sinn.

    2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar.  Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum
Fanný kynnti reikningana. Skoðunarmenn höfðu ekki enn séð þá. Reikningar bornir upp með fyrirvara um undirskrift skoðunarmanna. Samþykktir samhljóða.

    3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.
Sigurður býður sig fram, einn í kjöri. Kosinn samhljóða.

    4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.
Óbreytt stjórn kosin áfram.

    5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.
Þeir sömu kosnir áfram.

    6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns
Þórdís Árnadóttir og Sigmundur Andrésson kosin áfram.

    7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár
 Svo og fyrir vatnsveituna
Þorvarður lagði fram rekstaráætlun 2017. Kostnaður: Landsamband sumarhúsaeigenda 56 000 kr., eldvarnir 250 000 kr., girðingar 200 000 kr., viðhaldvega 1 200 000 kr., fjármagnskostnaður 40 000 kr., kostnaður vegna vatnsveitu 600 000 kr.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga kom fram um að setja niður stóran vatnstank, allt að 10.000 lítra, til að eiga vatnsbirgðir. Vísað til stjórnar.

    8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr.
 Svo og vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar
Lögð til óbreytt gjöld, félagsgjald 15.000 kr. og vatnsveitugjald 27.500 kr.
Samþykkt samhljóða

    9. Lögð fram tillaga stjórnar að ályktun um lúpínu.
Svohljóðandi:
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð ályktar að lúpína er ekki velkomin í sumarhúsabyggðinni. Stjórn félagsins er falið að beita viðurkenndum aðferðum til að útrýma lúpínu af sameiginlegum svæðum. Einnig eru lóðarhafar hvattir til að gera slíkt hið sama á sínum lóðum.
Samþykkt samhlóða með viðbótinni „án eiturs” fyrir aftan aðferðum.

    10. Önnur mál
Pétur í nr. 18, 17 og 20 mæltist til þess að fólk slökkti útiljós. Rætt. Skylt er að beina ljósum í sumarhúsabyggð niður á við og sjálfsagt að skerma þau þannig að þau lýsi ekki út fyrir fárra metra radíus.
Þegar nafn hverfisins er slegið inn kemur á leitarvélum kemur efst frétt um saurgerlamengað vatn. Er eitthvað hægt að gera í þessu? Þorvarður kannar málið.
Spurt var um snjómokstur. Rutt er tvisvar á vetri, ábúendur Háhóls og Grenja meta hvenær þörfin er.
Snjó skefur í vegi vegna gróðurs í vegaköntum. Á félagið að gera eitthvað í því? Vísað til stjórnar.

Fundi slitið um kl. 22.00

No comments:

Post a Comment