20 June 2018

Aðalfundarboð 2018

Fundarboð - Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 8. maí 2018

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 8. maí næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er í safnaðarheimili Bústaðakirkju, gengið inn frá Bústaðavegi.

Vakin er athygli á því að meirihluti stjórnarmanna gefur ekki kost á sér áfram. Því eru félagsmenn eindregið hvattir til að gefa kost á sér í stjórn félagsins.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.

2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum.

3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.

4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.

5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.

6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.

7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.

8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.

9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a. Lagabreytingar. Lagt er til að óbyggðar lóðir greiði lægra félagsgjald. Sjá meðfylgjandi tillögu að lagabreytingum.
b. Brennumál. Sjá meðfylgjandi Drög að ályktun um brennu.

10. Önnur mál.

Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnsveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitudeildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.

Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com

Stjórnin

P.s: nánari tillögur undir 9. dagskrárlið:

a. Tillaga að lagabreytingum
2.gr: "Félagssvæðið er Múlabyggð Grímstöðum, 301 Borgarbyggð." hljóði svo: "Félagasvæðið er Múlabyggð 1-37 Grímstöðum, 301 Borgarbyggð."
3.gr: hljóði svo: "Félagsmenn eru allir sem hafa umráð yfir úthlutaðri lóð á svæðinu. Breytingar á lóðarhafa skal tilkynna stjórn félagsins."
7.gr: Við 8.tölulið bætist eftirfarandi: "Óbyggðar lóðir greiða hálft árgjald."
8.gr: "Eitt atkvæði fylgir hverri lóð undir frístundahús og fer tilgreindur umráðamaður með atkvæðisréttin." hljóði svo: "Eitt atkvæði fylgir hverri lóð og fer þinglýstur lóðarhafi með atkvæðisréttinn. Ef þinglýstir lóðarhafar eru fleiri en einn skulu þeir tilnefna einn úr sínum hópi sem fer með atkvæðisréttinn."

b. Drög að ályktun um brennu
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð ályktar að félagið hætti að standa fyrir brennu sem tíðkast hefur um verslunarmannahelgi. Lóðarhafar eru hvattir til að endurnýta brennanlegan úrgang með öðrum hætti. Stjórn er falið að leita sameiginlegra leiða til að auðvelda það.

No comments:

Post a Comment