21 June 2018

STJÓRN FÉLAGSINS 2021-2022

 STJÓRN FÉLAGSINS 2021-2022

Formaður: Pétur Helgason (nr.12) Gjaldkeri: Snæbjörn Sigurðsson (nr. 1) Ritari: Birgir Örn Einarsson (nr. 2) Meðstjórnendur:     Aldís Magnea Norðfjörð (nr. 30)     Einar Jónsson (nr. 2) Varamenn:     Hildur Ingvarsdóttir (nr. 33 og 34)     Magnea Antonsdóttir (nr. 7) Kosin á aðalfundi félagsins 15.júní 2021. Netfang stjórnar er mulabyggd@gmail.com

Lög félags bústaðaeigenda í Múlabyggð, eftir breytingar 2018

Samþykktir
fyrir félag bústaðaeigenda í Múlabyggð, Grímstöðum, Borgarbyggð
(eftir breytingar á aðalfundi 2018)

1. gr.
Heiti félags
Félagið heitir Félag bústaðaeigenda í Múlabyggð (skammstafað FBM).
Varnarþing þess er hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

2. gr.
Stofnun félags
Félagið var stofnaði í mars 1993 og starfar í samræmi við 17. gr. laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóðar undir frístundahús Félagssvæðið er Múlabyggð 1-37 Grímstöðum, 301 Borgarbyggð.
Félagið er aðili að Landssambandi sumarhúsaeigenda fyrir hönd félagsmanna sinna.

3. gr.
Félagsmenn
Félagsmenn eru allir sem hafa umráð yfir úthlutaðri lóð á svæðinu. Breytingar á lóðarhafa skal tilkynna stjórn félagsins

4. gr.
Hlutverk
Hlutverk félagsins er:
1. Að gæta hagsmuna félagsmanna.
2. Að koma fram fyrir þeirra hönd gagvart leigusala.
3. Að hlutast til um að umgengni og framkvæmdir á svæðinu valdi sem minnstri röskun.
4. Að taka ákvarðanir um verkefni samkvæmt 19.gr. laga um frístundabyggð.

5. gr.
Sameiginlegar veitur
Ákveði aðalfundur að reka sameiginlega aðveitu eða fráveitu skulu gerðar skriflegar samþykktir um þann rekstur og honum haldið aðskildum frá almennum rekstri félagsins.

6. gr.
Skipun stjórnar
Stjórn félagsins skipa fimm (5) menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru til eins árs í senn á aðalfundi. Formaður skal kjörinn sérstaklega en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari, einn gjaldkeri og aðrir meðstjórnendur. Einnig skal kjósa einn/tvo varamann/menn.
Boða skal varamann til stjórnarfundar þegar aðalmaður boðar forföll eða þegar stjórnarmaður óskar þess.

7. gr.
Aðalfundur
Aðalfund skal halda árlega fyrir 1. júní. Fer hann með æðsta vald í málefnum félagsins.
Aðalfund skal stjórnin boða bréflega til tilgreindra umráðamanna frístundalóða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Boða má fund með tölvubréfi á það póstfang sem forráðamaður hefur látið stjórninni í té og telst það fullnægjandi svo fremi að ekki komi boð um það til sendanda að tölvubréfið hafi ekki komist til skila. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og samantekt á efni þeirra tillagna sem leggja á fyrir fundinn.
Fundurinn telst lögmætur ef minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn. Ef tilskilinn fjöldi félagsmanna mætir ekki á löglega boðaðan fund skal hann endurtekinn eftir skriflega boðun, með að lágmarki viku fyrirvara, og telst hann þá lögmætur með þeim fjölda félagsmanna, sem mæta seinna skiptið.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
1. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins,
2. staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar,
3. kosning formanns í samræmi við 6. gr.,
4. kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.,
5. kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.,
6. kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns,
7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
8. ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Óbyggðar lóðir greiða hálft árgjald.
9. mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra,
10. önnur mál

Hafi stjórn ekki boðað til aðalfundar 1. október er þeim félagsmönnum sem vilja halda fund heimilt að boða hann í samræmi við 1. mgr. og kjósa nýja stjórn sem telst réttkjörin í stað fyrri stjórnar.

8. gr.
Atkvæði
Eitt atkvæði fylgir hverri lóð og fer þinglýstur lóðarhafi með atkvæðisréttinn. Ef þinglýstir lóðarhafar eru fleiri en einn skulu þeir tilnefna einn úr sínum hópi sem fer með atkvæðisréttinn. Afl atkvæða ræður úrslitum mála annarra en þeirra sem fjallað er um í 11. gr. og 19. gr.

9. gr.
Skipting kostnaðar og lögveð
Kostnaður skiptist að jöfnu og ræðst af fjölda lóða undir frístundahús á félagssvæðinu. Umráðamanni lóðar undir frístundahús er skylt að greiða sinn hluta kostnaðar sem hlýst af ákvörðun sem löglega hefur verið tekin.
Greiði félagsmaður ekki hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði og í félagssjóð á gjalddaga eignast félagið lögveð í eign hans á félagssvæðinu, þ.m.t. í leigulóðasamningi, til tryggingar kröfunni. Lögveðið nær einnig til vaxta og innheimtukostnaðar af kröfunni ef því er að skipta. Lögveðinu skal fylgja eftir með lögsókn eða því lýst við nauðungasölu innan árs frá stofnun þess. Viðurkenning eigenda utan réttar nægir ekki til að rjúfa fyrningu.

10. gr.
Fundarseta
Rétt til fundarsetu hafa félagsmenn, makar þeirra og sambúðaraðilar. Sambúðaraðili í skilningi samþykkta þessara er einstaklingur sem er í skráðri sambúð með leigutaka eða umráðamanni lóðar undir frístundahús, í frístundabyggð.
Félagsmaður má veita sérhverjum lögráða manni umboð til að mæta á fundi og greiða atkvæði. Skal umboðsmaður leggja fram á fundinum skriflegt og dagsett umboð. Slíkt umboð má hvenær sem er afturkalla.
Þegar tveir eða fleiri eru eigendur eða leigjendur að lóð skulu þeir tilkynna stjórn félagsins hver skuli teljast umráðmaður hennar samkvæmt samþykktum þessum og fer með atkvæðisrétt, fær fundarboð og kröfu um greiðslu gjalda til félagsins.

11. gr.
Sérstakar ákvarðanir
Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

12. gr.
Valdsvið stjórnar
Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Stjórnin getur boðað til félagsfunda eins oft og þurfa þykir. Til funda skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara á sama hátt og aðalfund.
Skylt er að boða til félagsfundar ef fjórðungur félagsmanna krefst þess skriflega
Stjórnin getur ekki bundið félagsmenn fjárhagslega.

13. gr.
Gerðarbók
Stjórn félagsins skal halda gerðarbók yfir bæði stjórnarfundi og félagsfundi
Í fundargerðarbók skal skrá yfirlit yfir allt það sem gerðist á félagsfundi og ákvarðanir hans. Fundargerðin skal undirrituð af ritara fundar og fundarstjóra. Fundargerðin er síðan full sönnun þess sem fram hefur farið á fundinum. Sama gildir með fundi stjórnarinnar.
Á fundum félagsins skulu allir félagsaðilar eða umboðsmenn þeirra sem sitja fundinn skrá nafn sitt í fundargerðabók eða fundarsóknarbók og fyrir hvaða lóð eða bústað þeir sitja fundinn.
Fundargerð hvers félagsfundar svo og samþykktan ársreikning og félagaskrá skal senda umráðamanni lóðar innan þriggja (3) vikna frá fundi á tölvupóstfang sem þeir láta stjórn félagsins í té. Aðrir félagsmenn (geta óskað eftir því að) fá gögnin send í pósti.
(Ath. ef félagið heldur úti heimasíðu eða gefur út fréttablað ætti að orða seinni mgr. í samræmi við það.)

14. gr.
Nefndarskipun
Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til sérstakra verkefna ef henni þykir ástæða til.

15. gr.
Gjalddagi
Gjalddagi árgjalds skv. 6. gr. skal vera 1 mars og eindagi 15 dögum síðar. Gjalddagi framkvæmdagjalds sem ákvarðað er skv. 11. gr. skal vera tilgreint við samþykkt þess.

16. gr.
Reikningsárið
Reikningsár félagsins er almanaksárið.

17. gr.
Slit félagsins
Ef ekki er lengur tilgangur fyrir tilvist félagsins má slíta því með einföldum meirihluta og ákveður fundurinn ráðstöfun eigna sem félagið kann að eiga. Boða skal þá sérstaklega til fundarins vegna tillagna um niðurlagningu félagsins.

18. gr.
Þinglýsing samþykkta
Stjórn félagsins skal hlutast til um það að samþykktum þessum verði þinglýst á allar fasteignir og lóðasamninga og lóðir sem tilheyra félagssvæðinu svo og breytingum sem kunna að verða gerðar á samþykktum þessum.

19. gr.
Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi með samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og minnst þriðjungur félagsmanna sæki fundinn.

Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 8. maí 2018

Ársreikningur félagsins 2017



Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 2018

Fundur haldinn þann 8. maí 2018 í safnaðarheimili Bústaðakirkju.

Mættir voru fulltrúar frá lóðum númer 36, 4, 33, 34, 3, 18, 20, 17, 24, 11, 30, 15, 2 (9 lóðir alls), 1 (2 lóðir), 37, 7, 19, 4, 12, 13, 29 og 29.

Dagskrá var samkvæmt aðalfundarboði
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.
2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum.
3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.
4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.
5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.
6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.
7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.
8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a. Lagabreytingar. Lagt er til að óbyggðar lóðir greiði lægra félagsgjald. Sjá meðfylgjandi tillögu að lagabreytingum.
b. Brennumál. Sjá meðfylgjandi Drög að ályktun um brennu.
10. Önnur mál.
Fundarstjóri var kjörin Þorvarður Kári, varamaður í stjórn (Sigurður, formaður félagsins var fjarverandi vegna veikinda) og fundarritari Guðrún Svanborg, ritari félagsins.

    1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna
Guðrún Svanborg bar fram skýrsluna sem hljóðaði þannig:

Á tímabilinu sátu í stjórn :
Formaður Sigurður Lyngdal  (nr.7)
Ritari Guðrún Svanborg Hauksdóttir  (nr.36)
Gjaldkeri Fanný B Miiller Jóhannesdóttir  (nr.4)
Meðstjórnendur Aldís Magnea Norðfjörð  (nr.30)
Pétur Helgason (nr.12)
Varamenn Þorvarður Kári Ólafsson (nr.19)
Hildur Ingvarsdóttir  (nr.33 og 34)

Haldnir voru þrír fundir stjórnar. Helstu verkefni stjórnarinnar voru.

Vegir:
Ákveðið hafði verið að ráðast í úrbætur á sameiginlegum vegum innan svæðisins og þær myndu taka tvö til þrjú ár. Samið var við Hálfdán á Háhóli um að hann tæki að sér verkið. Hann byrjaði á að hefla vegina, þar sem hefillinn komst að. Setti síðan í stóran hluta þeirra (um 60%) ofaníburð, gott efni sem var keypt hjá Loftorku (hafði ranglega staðið Borgarverki).  Seinunnara verk er eftir.

Lóðarleigusamningar:
Í skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár stendur: Stjórnin beitti sér fyrir því að allir leigutakar gætu gert nýja lóðarleigusamninga á árinu 2014 og fékkst inn ákvæði um slíkt í yfirtökusamning við landeiganda sem var undirritaður og þinglýst fyrir þremur árum síðan. Skemmst er frá því að segja að landeigandi hefur ekki efnt þetta ákvæði samkomulagsins.
Það sem gerst hefur þetta árið er að Guðni hefur boðið sumum nýja lóðaleigusamninga og einhverir hafa skrifað undir. Ekki er ljóst hvort leigan hefur lækkað hjá einhverjum og hvaðan Guðni hefur þær lóðastærðir sem hann tilgreinir á samningnum.

Lóðamörk:
Hnitin sem Guðni hefur vísað í reynast ekki vera til. Hnit samkvæmt deiliskipulagi hafa verið birt á vefnum geo.skra.is/landeignaskra. Einhversstaðar standast mörkin ekki, þau liggja þannig að hús lenda á annarra manna landi. Óljóst hvað gera skuli. Lausnin er líklega sú að lóðaeigandi og lóðaleigjandi hittist ásamt mælingarmanni, sættist á lóðarmörk. Þau séu síðan mæld og skráð.

Vatnsveita:
Rólegt var yfir vatnsveitumálum þetta árið.
Vatnslaust var í einhverjum bústöðum í vetur. Líklega hefur frosið, frost náði óvanaleg djúpt í jörð og víða liggja leiðslur grunnt. Leki er í kranakistu við eystra vatnsbólið, hugsanlega frostskemmdir síðan í vetur.
Líklega má alltaf búast við einhverjum gerlagróðri í vatninu, oftast alveg meinlausum. Stöku sinnum einhverjum saurbakteríum, en það er mun ólíklegra nú eftir úrbætur en áður. Líklega er eina leiðin til að tryggja alveg hreint vatn að hafa geislunartæki í hverjum bústað.
Enn á eftir að lækka yfirfall í eystra vatnsbólinu.

Girðingar:
Girðingadagur var haldinn í ágúst. Vel var unnið og lítið er ógert.

Lúpína:
Nokkrir slógu í sumar. Mikilvægt er að halda áfram í vor.

Netmiðlar og félagatal:
Þorvarður hefur séð um heimasíðuna, en hann hyggst nú hætta í stjórninni.
Félagið er með þrennskonar netmiðla, heimasíðu, Facebook síðu og póstlista í gegnum gmail. Póstlistinn er jafnframt félagatal, þar sem koma fram póstföng, símanúmer og hvernig viðkomandi tengist lóðinni (þinglýstur lóðarhafi eða ekki).

Brenna:
Hefur verið á ábyrgð félagsins. Bálköstur má ekki vera stærri en 1 m3 án þess að sótt sé um leyfi fyrir brennunni (hann hefur nú þegar náð þeim mörkum). Spurning hvort rétt sé að félagið sjái um brennu. Verði svo þarf að skipa umsjónaraðila brennu sem sæki um leyfi fyrir henni.
Mikilvægt að fara með rusl á móttökustöð í Borgarnesi en ekki setja það á brennuna.

Félagsgjöld fyrir lóðir án húsa:
Óánægja hefur komið fram með að borga fullt gjald fyrir óbyggðar lóðir. Sigurður Lyngdal hefur eftir Sveini, lögfræðingi Landsambands sumarhúsaeiganda, að ekki sé skylda að allir lóðarhafar borgi fullt gjald, hvert félag geti haft sitt lag á því. Stjórnin leggur fram þá tillögu á aðalfundi að eigendur óbyggðra lóða greiði hálft gjald.

Sorpmál:
Mikilvægt er að flokka og fara með stóran hluta sorps rusl á gámastöðina í Borgarnesi. Þar er opið virka daga frá 14:00 til 18:00, á laugardögum kl. 10:00 til 14:00 og sunnudögum kl. 14:00 til 18:00. Þar er, samkvæmt heimasíðu, tekið á móti pressanlegu, almennu sorpi, dagblöðum og tímaritum, bylgjupappa, fernum og sléttum pappa, plasti, málmum, fatnaði, dekkjum, heyrúlluplasti, timbri, járni, jarðvegi, spilliefnum s.s. rafhlöðum og rafgeymum, garðaúrgangi, raf- og rafeindatækjaúrgang og ökutækjum.

Klöppur og klöppuhengi:
Klöppum var dreift síðasta vor, nú eru tilbúin klöppuhengi sem eiga að vera á norðurvegg húsa.

Göngustígar innan hverfisins:
Sakvæmt deiliskipulagi er einn göngustígur innar hverfisins. Hann hefur lítið verið notaður og er nú kjarri vaxinn. Annars þarf að fara um einkalóðir til að komast að nyrðri mörkum hverfisins.

Girðingar:
Fyrst þegar hverfið byggðist átti að girða lóðir. Nú hafa reglurnar breyst, ekki á að girða (líklega er þó leyfilegt að girða af einkalóðir). Enn eru víða uppi gamlar girðingar.

Athugasemdir við skýrsluna: ranglega stóð Borgarverk í stað Loftorku. Aðrar athugasemdir bárust ekki.

    2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar.  Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum
Fanný kynnti reikningana. Skoðunarmenn höfðu ekki enn séð þá. Reikningar voru bornir upp með fyrirvara um undirskrift skoðunarmanna og voru samþykktir samhljóða.

    3. Kosning formanns í samræmi við 6. Gr.
Pétur Helgason (nr.12) féllst á að bjóða sig fram til formanns og var sjálfkjörinn.

    4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. Gr.
Aldís (nr. 30) bauðst til áframhaldandi setu. Einar Jónsson (nr. 2), Snæbjörn Sigurðsson (nr. 1) og Birgir Einarsson (nr. 2) buðu sig fram. Öll sjálfkjörin

    5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.
Hildur (nr. 33 og 34) var til með að vera áfram. Magnea Antonsdóttir (nr. 7) bauð sig fram. Báðar voru sjálfkjörnar.

    6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns
Sigmundur Andrésson kosin áfram, og Þorvarður Kári í stað Þórdísar.

    7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár
 Svo og fyrir vatnsveituna
Þorvarður lagði fram og kynnti rekstaráætlun 2018, tillögu fráfarandi stjórnar. Forsendur áætlunarinnar voru breytt árgjöld og vatnsveitugjöld, ásamt lagabreytingatillögum. Því var beðið með að bera upp kostnaðaráætlunina þar til eftir 8. og 9. Lið.
Verði tillögurnar að veruleika gengur nokkuð á sjóð félagsins, hann lækkar úr 2,5 milljónum króna í 1,8 milljón. Rétt væri að styrkja sjóðinn héðan í frá. Væntanlega minnkar kostnaður þegar vegaviðgerðum lýkur.

    8.  Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu
 viðhaldi og rekstri skv. 15. Gr.
 Svo og vatnsveitugjalds skv. Samþykktum vatnsveitudeildar
Lögð til breytt gjöld, félagsgjald hækki í 30.000 kr. (úr 15.000 kr.) og vatnsveitugjald lækki í 12.500 kr. (úr 27.500 kr.).
Samþykkt samhljóða

    9.  Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a. Lagabreytingar. Lagt er til að óbyggðar lóðir greiði lægra félagsgjald. Sjá meðfylgjandi tillögu að lagabreytingum.
b. Brennumál. Sjá meðfylgjandi Drög að ályktun um brennu.
a. Lagabreytingartillögurnar:
2.gr: „Félagssvæðið er Múlabyggð Grímstöðum, 301 Borgarbyggð." Hljóði svo: „Félagasvæðið er Múlabyggð 1-37 Grímstöðum, 301 Borgarbyggð."
3.gr: hljóði svo: „Félagsmenn eru allir sem hafa umráð yfir úthlutaðri lóð á svæðinu. Breytingar á lóðarhafa skal tilkynna stjórn félagsins."
7.gr: Við 8.tölulið bætist eftirfarandi: „Óbyggðar lóðir greiða hálft árgjald."
8.gr: „Eitt atkvæði fylgir hverri lóð undir frístundahús og fer tilgreindur umráðamaður með atkvæðisréttin." Hljóði svo: „Eitt atkvæði fylgir hverri [byggðri] lóð og fer þinglýstur lóðarhafi með atkvæðisréttinn. Ef þinglýstir lóðarhafar eru fleiri en einn skulu þeir tilnefna einn úr sínum hópi sem fer með atkvæðisréttinn."
Samþykkt var samhljóða breytingartillaga við lagabreytingatillögurnar 8. greinar, þess efnis að eitt atkvæði fylgdi hverri lóð, orðið byggðri (innan hornklofa að ofan) væri tekið út.
Lagabreytingartillögurnar (án orðsins byggðri) voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

b. Drög að ályktun:
"Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð ályktar að hætt skuli með brennu sem tíðkast hefur um verslunarmannahelgi. Lóðarhafar eru hvattir til að endurnýta brennanlegan úrgang með öðrum hætti. Stjórn er falið að leita sameiginlegra leiða til að auðvelda það."
     Lagt var til að keyptur yrði kurlari, og þannig væri unnt að losna við greinaafskurð.
Talsverðar umræður sköpuðust. Ánægja var með að hafa brennu / varðeld (fer eftir stærð bálkastarins). Mikilvægt að setja einungis á hana hreint timbur og hlaða snyrtilega. Guðjón Bachmann (nr. 11) lýsti sig reiðubúinn til að sjá um brennuna.
Ályktunin var felld með yfirgnæfandi meirihluta (tvö atkvæði gegn þorra fundarmanna). Málinu var vísað til komandi stjórnar til frekari útfærslu.

Rekstraráætlun tekin til atkvæða
Var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

10. Önnur mál
• Haraldur (nr. 13) stefnir að því að fara með Hálfdáni á Háhóli að vestara vatnsbólinu og brjóta þar björg sem standa í vegi fyrir því að unnt sé að safna vatni undir urð sem þar er. Gangi það væri hægt að afla meira vatns vestan megin.
• Drenlögn opnast í yfirfall vestari vatnsveitunnar, þannig að lítið gæti verið í tanknum þótt komi úr yfirfallinu.
• Pétur Kristinsson (nr. 18, 17 og 20) mæltist til þess að fólk skermaði útiljós þannig að þau lýstu ekki á næstu lóðir.
• Guðjón (nr. 11) benti á að mjög æskilegt væri að merkja bústaði með númerum.
• Hildur (nr. 33 og 34) ræddi vatnsveituna. Vatnið hefur batnað verulega, en ekki er hægt að tryggja að vatnið verði alltaf alveg hreint. Hún kynnti lýsingartæki sem lýsa á vatnið með útfjólubláu ljósi og drepa gerla. Slíkt tæki mætti hafa í hverjum bústað til að tryggja að vatnið sé laust við saurgerla. Kveikt yrði á tækinu þegar komið væri í bústaðina og slökkt þegar farið er. Tækið kosta á bilinu 130.000 til 240.000, kr. en hugsanlega mætti fá magnafslátt.
• Pétur Helgason (nr. 12) samdi við Hálfdán á Háhóli um að hann tæki að sér að laga heimkeyrslur þeirra félagsmanna sem eftir því óska. Hálfdáni yrði borgað fyrir vinnuna en félagið sæi um að innheimta fyrir efnið, sem yrði það sama og notað er í vegina. 1 m3 af efni þekur um 15 m2 af vegi og kostar um 75.000 kr. Mikilvægt væri að merkja vel hvar efnið ætti að fara, eða að mæla sér mót við Hálfdán. Stjórnin útbýr síðu þar sem fólk getur farið fram á vegabæturnar.
• Vegurinn uppeftir er slæmur, verður heflaður þegar frost fer úr jörðu.
• Mikilvægt er að klippa greinar sem skaga út á vegi, er á ábyrgð lóðarhafa.
• Mjög mikilvægt er að slá lúpínu, og það áður en hún fer að blómstra.

Fundi var slitið kl. 21.46

20 June 2018

Aðalfundarboð 2018

Fundarboð - Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 8. maí 2018

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 8. maí næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er í safnaðarheimili Bústaðakirkju, gengið inn frá Bústaðavegi.

Vakin er athygli á því að meirihluti stjórnarmanna gefur ekki kost á sér áfram. Því eru félagsmenn eindregið hvattir til að gefa kost á sér í stjórn félagsins.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.

2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum.

3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.

4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.

5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.

6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.

7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.

8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.

9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a. Lagabreytingar. Lagt er til að óbyggðar lóðir greiði lægra félagsgjald. Sjá meðfylgjandi tillögu að lagabreytingum.
b. Brennumál. Sjá meðfylgjandi Drög að ályktun um brennu.

10. Önnur mál.

Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnsveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitudeildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.

Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com

Stjórnin

P.s: nánari tillögur undir 9. dagskrárlið:

a. Tillaga að lagabreytingum
2.gr: "Félagssvæðið er Múlabyggð Grímstöðum, 301 Borgarbyggð." hljóði svo: "Félagasvæðið er Múlabyggð 1-37 Grímstöðum, 301 Borgarbyggð."
3.gr: hljóði svo: "Félagsmenn eru allir sem hafa umráð yfir úthlutaðri lóð á svæðinu. Breytingar á lóðarhafa skal tilkynna stjórn félagsins."
7.gr: Við 8.tölulið bætist eftirfarandi: "Óbyggðar lóðir greiða hálft árgjald."
8.gr: "Eitt atkvæði fylgir hverri lóð undir frístundahús og fer tilgreindur umráðamaður með atkvæðisréttin." hljóði svo: "Eitt atkvæði fylgir hverri lóð og fer þinglýstur lóðarhafi með atkvæðisréttinn. Ef þinglýstir lóðarhafar eru fleiri en einn skulu þeir tilnefna einn úr sínum hópi sem fer með atkvæðisréttinn."

b. Drög að ályktun um brennu
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð ályktar að félagið hætti að standa fyrir brennu sem tíðkast hefur um verslunarmannahelgi. Lóðarhafar eru hvattir til að endurnýta brennanlegan úrgang með öðrum hætti. Stjórn er falið að leita sameiginlegra leiða til að auðvelda það.

Stjórn félagsins 2016-2018

 Formaður  Sigurður Lyngdal  (Nr.7)
 Gjaldkeri  Fanný B Miiller Jóhannesdóttir (Nr.4)
 Ritari   Guðrún Svanborg Hauksdóttir (Nr.36)
 Meðstjórnandi  Pétur Helgason  (Nr.12)
 Meðstjórnandi  Aldís Magnea Norðfjörð  (Nr.30)
 Varamaður  Þorvarður Kári Ólafsson  (Nr.19)
 Varamaður  Hildur Ingvarsdóttir  (Nr.33,34)

Kosin á aðalfundi félagsins 7. júní 2016 og endurkjörin 23.maí 2017

Netfang stjórnar er mulabyggd@gmail.com

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 2017

Fundur haldinn þann 23. maí 2017 í safnaðarheimili Bústaðakirkju.

Mættir voru fulltrúar frá lóðum númer 2 (9 lóðir alls), 1, 36, 19, 7, 30, 33, 34, 24, 15, 16, 11, 25, 37, 4, 3, 18, 17 og 20.

Dagskrá var samkvæmt aðalfundarboði.
Sigurður, formaður félagsins, var kjörinn fundarstjóri, fundarritari var Guðrún Svanborg ritari félagsins.

Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust var Pylsukynning og Fræðsla um brunavarnir
Slökkviliðsmaður fræddi um brunavarnir. Helstu atriði:
Reykskynjarar. Staðsetja á mitt loftið, ekki uppi í kverk.  Skipta um rafhlöðu árlega. Ný tegund reykskynjara endist í 10 ár, ekki þarf að skipta um rafhlöðu í þeim.
Slökkvitæki. Léttvatnstækin handhæg, draga 6 m og ráða við flestar gerðir bruna, þó ekki rafmagnselda við meira en 1000 vött og meiriháttar gaselda.  Þola ekki að frjósa. Staðsetja í flóttaleið í góðu aðgengi. Fara yfir á 5 ára fresti, gæta sérstaklega að því að ekki komi sprungur í slönguna í sólarljósi, þær endast í 3 – 5 ár. Þurrduftið er öflugra, en mikið mál að hreinsa eftir þau.
Klöppur. Góðar á sinu, en ráða illa við elda í þéttari gróðri, til dæmis kerfilbreiðum og kjarri.
Mikilvægt að hafa autt svæði upp við bústaði, helst einn til tvo metra.
Annað mikilvægt eru eldvarnarteppi, brunagel og kælipokar.
Sérstök hætta stafar af:
Eldavélum.
Snjáðum hleðslusnúrum.
Grillum. Mikilvægt að halda þeim hreinum, fitan logar. Staðsetja fjarri eldfimum efnum

Aðalfundarstörf

    1. Skýrsla stjórnar
Sigurður ber fram skýrsluna sem hljóðaði þannig:

Eftirtaldir voru í stjórn Félags bústaðaeigenda Múlabyggð frá júní 2013 til apríl 2014:
Formaður Sigurður Lyngdal (Nr.7)
Gjaldkeri Fanný B Miiller Jóhannesdóttir (Nr.4)
Ritari Guðrún Svanborg Hauksdóttir (Nr.36)
Meðstjórnandi Pétur Helgason (Nr.12)
Meðstjórnandi Aldís Magnea Norðfjörð (Nr.30)
Varamaður Þorvarður Kári Ólafsson (Nr.19)
Varamaður Hildur Ingvarsdóttir (Nr.33,34)
Stjórnin hélt sjö fundi á starfsárinu. Meginverkefni ársins voru vegir og vatnsveita, en einnig var fjallað um girðingamál, eldvarnarklöppur og endurnýjun lóðarleigusamninga.
Á árinu var hafinn undirbúningur að viðhaldi vega á sumarhúsasvæðinu. Gert var við ræsi hjá Eimskipshúsunum og skipulögð vinna við ofaníburð í alla vegi innan svæðisins. Efni verður keypt í stórum hlössum og bóndinn á Háhóli mun koma því ofan í vegina. Ljóst er að þetta er mikil og dýr framkvæmd sem mun taka mörg ár.
Stjórnin hóf í fyrra undirbúning að því sækja um starfsleyfi fyrir vatnsveituna, en í ljós kom að vatnsveita af þessari stærð þarf ekki starfsleyfi. Því var fallið frá starfsleyfisumsókn að sinni, en engu að síður er haldið áfram að huga að heilnæmi vatnsins og vatnsgæftum. Nánar um það í sér skýrslu um vatnsveituna.
Ekki varð af girðingarvinnu að þessu sinni, en ætlunin er að boða annan girðingardag í haust.
Á síðustu tveimur aðalfundum var samþykkt að kaupa sinuklöppur og hefur nú loksins orðið af því. Niðurstaðan varð sú að setja eina klöppu á hvert hús. Þær hafa verið keyptar og verða afhentar á bústaðasvæðinu á næstunni, ásamt festingum. Í upphafi aðalfundar var notkun þeirra kennd.
Stjórnin beitti sér fyrir því að allir leigutakar gætu gert nýja lóðarleigusamninga á árinu 2014 og fékkst inn ákvæði um slíkt í yfirtökusamning við landeiganda sem var undirritaður og þinglýst fyrir þremur árum síðan. Skemmst er frá því að segja að landeigandi hefur ekki efnt þetta ákvæði samkomulagsins.
Fyrir hönd stjórnar
Sigurður Lyngdal, formaður

Við umræður kom fram:
Vegir. Vinna hefst eftir sauðburð. Efni keypt hjá Borgarverki, lagt verður í vegina að meðaltali 5 til 7 cm þykkt lag. Líklega þarf einhversstaðar að hefla áður. Hálfdán á Háhóli tekur að sér verkið og Pétur stjórnarmaður verður fulltrúi stjórnarinnar. Ekki var fengið tilboð, Hálfdán hefur reynst traustur verkmaður og sanngjarn, full ástæða til að treysta honum.  Hálfdán er til með að hjálpa fólki við afleggjara að húsum sínum, eigendur greiði þá sjálfir fyrir vinnu og efni.
Girðingar. Viðhald. Stefnt að vinnudegi í lok júlí.
Klöppur. Verða fluttar uppeftir um Hvítasunnuna. Setja skal þær upp á norðurhliðar húsa.
Lóðaleigusamningar. Guðni sendi drög að samningi fundardaginn. Að minnsta kosti tvennt í honum sem þarfnast athugasemda, annarsvegar að stærð lóðanna sé ekki á hreinu, hinsvegar að leiguupphæð hækki samkvæmt vísitölu en geti ekki lækkað samkvæmt henni. Verður skoðað áfram. Drögin verða send til félagsmanna sem komi með athugasemdir. Þeir sem keyptu nýlega hafa gert nýjan samning. Sé samningur fallin úr gildi ríkir munnlegt samkomulag, en það dugir skammt ef kastast í kekki. Því er mikilvægt að allir fái skriflegan samning. Fram kom á fundinum að mikilvægt væri að samræma fermetraverð á svæðinu. Þorvarður er að vinna í að fá svæðið mælt eftir deildiskipulagi og loftmyndum.
Vatnsveitan. Ekki hefur enn fengist lausn á því hvernig unnt er að ná vatni úr hugsanlegri lind vestan megin. Klór verður settur í bólið austan megin fljótlega (skolast fljótt úr) og yfirfall þeim megin verður lækkað. Seint verður unnt að tyggja að vatnið sé alveg hreint. Hugsanlega verður mælt með því að hver og einn kaupi geislunarbúnað í bústað sinn.

    2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar.  Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum
Fanný kynnti reikningana. Skoðunarmenn höfðu ekki enn séð þá. Reikningar bornir upp með fyrirvara um undirskrift skoðunarmanna. Samþykktir samhljóða.

    3. Kosning formanns í samræmi við 6. gr.
Sigurður býður sig fram, einn í kjöri. Kosinn samhljóða.

    4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.
Óbreytt stjórn kosin áfram.

    5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.
Þeir sömu kosnir áfram.

    6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns
Þórdís Árnadóttir og Sigmundur Andrésson kosin áfram.

    7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár
 Svo og fyrir vatnsveituna
Þorvarður lagði fram rekstaráætlun 2017. Kostnaður: Landsamband sumarhúsaeigenda 56 000 kr., eldvarnir 250 000 kr., girðingar 200 000 kr., viðhaldvega 1 200 000 kr., fjármagnskostnaður 40 000 kr., kostnaður vegna vatnsveitu 600 000 kr.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga kom fram um að setja niður stóran vatnstank, allt að 10.000 lítra, til að eiga vatnsbirgðir. Vísað til stjórnar.

    8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr.
 Svo og vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar
Lögð til óbreytt gjöld, félagsgjald 15.000 kr. og vatnsveitugjald 27.500 kr.
Samþykkt samhljóða

    9. Lögð fram tillaga stjórnar að ályktun um lúpínu.
Svohljóðandi:
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð ályktar að lúpína er ekki velkomin í sumarhúsabyggðinni. Stjórn félagsins er falið að beita viðurkenndum aðferðum til að útrýma lúpínu af sameiginlegum svæðum. Einnig eru lóðarhafar hvattir til að gera slíkt hið sama á sínum lóðum.
Samþykkt samhlóða með viðbótinni „án eiturs” fyrir aftan aðferðum.

    10. Önnur mál
Pétur í nr. 18, 17 og 20 mæltist til þess að fólk slökkti útiljós. Rætt. Skylt er að beina ljósum í sumarhúsabyggð niður á við og sjálfsagt að skerma þau þannig að þau lýsi ekki út fyrir fárra metra radíus.
Þegar nafn hverfisins er slegið inn kemur á leitarvélum kemur efst frétt um saurgerlamengað vatn. Er eitthvað hægt að gera í þessu? Þorvarður kannar málið.
Spurt var um snjómokstur. Rutt er tvisvar á vetri, ábúendur Háhóls og Grenja meta hvenær þörfin er.
Snjó skefur í vegi vegna gróðurs í vegaköntum. Á félagið að gera eitthvað í því? Vísað til stjórnar.

Fundi slitið um kl. 22.00