Formaður Þorvarður
Kári Ólafsson setti fund kl. 20:20
Formaður var valinn
fundarstjóri og Þorbjörn Jónsson fundarritari.
Lögmæti fundarins
kannað. Bláir atkvæðaseðlar gildir við afgreiðslu á
vatnsveitumáli. Alls 44 lóðarhafar í félaginu, 29 voru mættir
sem þýddi að gera mátti lagabreytingar (þarf >50%) á
fundinum.
Gengið var til
dagskrár:
- Skýrsla stjórnar kynnt af formanni. Sex fundir voru haldnir á starfsárinu. Einnig fundað með fulltrúum landeiganda og lögfræðingi Landsambands sumarhúsaeigenda.
Unnið
að gerð samnings um vatnsveitumál. Ítarleg grein var gerð fyrir
því á fundi í mars 2014. Mæting var þá ekki nægjanleg til
afgreiðslu málsins. Stjórn beitti sér fyrir því að allir með
útrunna lóðarsamninga geti gætu gert nýja samninga.
Skýrsla
stjórnar samþykkt samhljóða.
- Ársreikningur félagsins lagður fram af gjaldkera.
Reynt
var að innheimta gömul árgjöld. Það tókst að innheimta 4
gjöld, annað var afskrifað. Rekstrarkostnaður félagsins jókst
milli ára, aðallega vegna vatnsveitumálsins. Rekstur neikvæður
um kr. 107.000,- á árinu
2013.
Ársreikningur
var borinn upp og samþykktur samhljóða.
- Kosning formanns.
Þorvarður
Kári Ólafsson gaf einn kost á sér, og var hann því
sjálfkjörinn.
- Kosning annarra stjórnarmanna.
Allir
úr fyrri stjórn gáfu kost á sér áfram nema Björn.
Fanný
Jóhannsdóttir var kjörinn nýr gjaldkeri.
Hildur
og Haraldur valin í varastjórn.
- Kosning varamanna.
Endurkjörnir
frá fyrra ári.
- Kosning skoðunarmanna ársreikninga og varamanns.
Endurkjörnir
frá fyrra ári.
- Rekstraráætlun.
Það
má búast við auknum rekstarkostnaði vegna vega, girðinga og
vatnsveitu. Enginn töluleg áætlun var lögð fram.
- Árgjald.
Formaður
lagði til óbreytt árgjald kr. 7.500,-.Samþykkt
samhljóða.
- Mál tiltekin í fundargerð:
- Kynning á ástandi vatnsveitu, vega og girðinga. Hildur gerði grein fyrir ástandi vatnsveitumála á greinargóðan og myndrænan hátt. Vatnsveitan hefur ekki starfsleyfi, heilbrigðiseftirlitið hefur gert ítrekaðar athugasemdir við vatnsveituna. Staða mála óbreytt frá árinu 2010. Haraldur kynnti þær framkvæmdir í vatnsveitumálum sem farið hafði verið í og leggja þarf í. Fór síðan yfir ástand vega- og girðingamála. Fjörug umræða um vatnsveitumálin að framsögu Hildar og Haraldar lokinni. Einkum var rætt um óvissu við kostað ef vatnsveitan yrði yfirtekin af bústaðaeigendum og leigjendum.
- Kynning á nýjum lóðarleigusamningum. Formaður kynnti einstaka liði nýs samnings. Ný lóðarleiga verður kr. 27.500,- lægri en eldri leiga. Allir lóðarhafar munu eiga kost á að ganga inn í nýjan leigusamning til 20 ára.
- Lagabreytingar kynntar af formanni. Umræður:
- 4.grein laganna fjallar um hlutverk félagsins. Lagt var til að síðasti liður hennar (sem í eldri lögum fjallaði um samskipta- og umgengnisreglur) hljóði svo:
4. Að taka ákvarðanir um
verkefni samkvæmt 19.gr. laga um frístundabyggð.
Samþykkt
samhljóða.
- Lagt var til að 5.grein laganna (sem í eldri lögum fjallaði um tilgang félagsins) hljóði svo:
5.gr Sameiginlegar veiturÁkveði aðalfundur að reka
sameiginlega aðveitu eða fráveitu skulu gerðar skriflegar
samþykktir um þann rekstur og honum haldið aðskildum frá
almennum rekstri félagsins.
Samþykkt
samhljóða
- Lagt er til að 19.grein laganna (sem áður kvað á um helmings fundarsókn til lagabreytinga) hljóði svo:
Breytingar
á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi með
samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillaga um breytingu
verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í
aðalfundarboði og minnst þriðjungur
félagsmanna sæki fundinn.
Samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
- Staðfesting á samningi um yfirtöku á reksti vatnsveitu, vega og girðinga. Formaður kynnti breytingar á samningsatriðum frá seinasta fundi. Um var að ræða nokkrar orðalagsbreytingar og að öllum byðist að gera nýjan samning. Spurningum fundarmanna var svarað af stjórninni.Samningurinn var samþykktur samhljóða.
- Vatnsveitusamþykktir. Formaður fór í gegnum tillögur að samþykkt fyrir vatnsveitudeild félagsins, alls 7 greinar. Borið upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.
- Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Múlabyggðar. Lagt til að árgjaldið yrði kr. 55.000,- per lóð fyrir árið 2014 og stofngjaldið kr. 300.000,-. Stjórn áætlar að árgjald þurfi að vera tvöfalt eldra vatnsveitugjaldi í um það bil 2 ár. Lagt var til að lóðum nr. 17, 20, 28, 32, 33 gefist kostur á vera með í vatnsveitunni frá upphafi gegn greiðslu árgjalds, en án þess að greiða sérstakt stofngjald, og var það samþykkt samhljóða.Gjaldskrá samþykkt samhljóða
- Önnur mál
- Spurt um rétt Guðna Haraldssonar til þess að byggja á nýjum lóðum. Formaður og stjórnarmenn svöruðu fyrirspurnum.
- Sjónvarpsmál. Útsendingum á eldra formi (analog) hefur verið hætt. Athygli vakin á að menn þurfa nú stafrænan móttakara til að ná útsendingu.
Fleira ekki gert og
fundi slitið kl. 22:30
No comments:
Post a Comment