Félag sumarhúsaeigenda í Múlabyggð
Umgengnisreglur samþykktar á aðalfundi 2011
- Almennt:
Sumarhúsaeigendur og gestir þeirra skulu gæta þess að ganga vel um sumarhúsasvæðið í Múlabyggð. Íbúar og gestir þeirra skulu ekki skilja eftir rusl á víðavangi og ekki valda spjöllum á gróðri. Ennfremur skal forðast að valda öðrum íbúum ónæði með hávaða.
- Ljós og gróður:
Öll útilýsing skal höfð í lágmarki og útiljósum beint niður á við til að koma í veg fyrir ljósmengun. Kappkosta skal að halda vexti trjáa í því horfi að ekki skerði útsýni á sumarhúsasvæðinu.
- Notkun vatns:
Sumarhúsaeigendur skulu gæta þess að kranar, lagnir og búnaður fyrir kalt neysluvatn sé ávallt í lagi frá stofnlögnum og að húsum þeirra. Vökvun lóða og gróðurs á lóðum og áfylling í heita potta er bönnuð á álagstímum þegar vatnsöflun er ekki næg. Gæta skal þess að vatnskranar og tengibúnaður við lóðamörk séu rétt meðhöndlaðir, þannig að veitukerfið tæmist ekki af þeim sökum.
- Þungaflutningar í hverfunum:
Verði lóðarhafi í Múlabyggð valdur að skemmdum á vegum í sumarhúsabyggðinni vegna þungaflutninga og/eða framkvæmda, þá skal hann bæta það tjón að fullu og sjá til þess á sinn kostnað, að vegirnir verði lagfærðir í sama horf og þeir voru fyrir tjónið.
- Meðferð elds :
Meðferð opins elds er bönnuð á sumarhúsasvæðinu. Eld má einungis tendra í þar til gerðum útigrillum og útiarinstæðum og ávallt skal gæta fyllstu varkárni og öryggis við meðferð elds í slíkum búnaði.
- Dýrahald:
Lausaganga dýra er óheimil á sumarhúsasvæðinu. Þó er heimilt að halda dýr innan eigin lóðar.
- Birting þessara reglna:
Eigendur skulu kynna þessar reglur fyrir gestium sínum.
No comments:
Post a Comment