Aðalfundur félags bústaðaeigenda í Múlabyggð 2011 haldinn 6. september 2011 kl. 20
Fundarstaður: Stórhöfði 31, húsnæði Rafiðnaðarsambandsins.
Fundarstaður: Stórhöfði 31, húsnæði Rafiðnaðarsambandsins.
Fundarstjóri var valinn Þorvarður Kári Ólafsson.
Fundarritari var valin Kristín Anna Stefánsdóttir.
Mættir voru fulltrúar 20 lóða.
1. Skýrsla stjórnar
Þorvarður formaður flutti skýrslu stjórnar:
Ný stjórn Félags bústaðaeigenda Múlabyggð tók við í apríl 2010. Stjórnin hélt þrjá fundi á árinu og auk þess einn með lögfræðingi LSSH.
Í vatnsmálum bar það til tíðinda að heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirskipaði lokun vatnsveitunnar í júlí 2010, eftir að kólígerlar mældust í vatnsbólinu og komst málið í fjölmiðla. Reyndar hefur enn ekki orðið af þessari fyrirskipuðu lokun, en landeigandi réðist í einhverjar lágmarksúrbætur (girti og læsti lokum). Ekki er vitað hver gæði vatnsins eru í dag og er fólki því enn ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Í sumar sem leið bar síðan á verulegum vatnsskorti og berast böndin að lagnakerfi vatnsveitunnar, sem virðist fyllast af lofti í þurrkatíð, en mjög erfitt hefur reynst að komast til botns í þeim vanda. Stjórnin hefur fundað um vatnsmálin með lögfræðingi LSSH, og hann skrifaði bréf til heilbrigðseftilitsins og umhverfisstofnunar í júlí sl., en þau hafa engin viðbrögð sýnt enn.
Girðingamál og vegamál hafa einnig verið til umfjöllunar hjá stjórn og eru þau nú í nánari skoðun hjá lögfræðingi LSSH. Lögfræðingurinn mun síðar á fundinum skýra betur út þau úrræði sem við höfum í þessum helstu þremur hjartans málum félagsmanna (vantsmálum, girðingamálum og vegamálum).
Auk þessara hefðbundnu baráttumála félagsins hafa umgengnismálin einnig verið til umfjöllunar og liggur nú fyrir tillaga að umgengnisreglum sem verða bornar undir atkvæði hér á eftir.
Í stuttum umræðum um skýrsluna var m.a. haft eftir heilbrigðisfulltrúa að hann hyggist taka sýni úr vatnsbólinu í haust. Einnig kom fram að vegurinn meðfram hverfinu er óviðunandi í alla staði.
2. Reikningar félagsins
Björn Gunnarsson gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi félagsins, sem kjörnir skoðunarmenn reikninga höfðu endurskoðað. Hann var samþykktur einróma.
3. Kosning formanns
Þorvarður Kári Ólafsson (nr.19) gaf áfram kost á sér og var endurkjörinn formaður.
4. Kosning annarra stjórnarmanna
Björn Gunnarsson (nr.10), Haraldur Jónsson (nr.13), Pétur Kristinsson (nr.18.20,17) og Sigmundur Andrésson (nr.24) gáfu áfram kost á sér og voru allir endurkjörnir í stjórn.
5. Kosning varamanna í stjórn
Í varastjórn voru kjörnir þeir Ari Hauksson (nr.30) og Ágúst Sigurðsson (nr.31,32).
6. Kosning skoðunarmanna
Hjalti Schiöth (nr.25) og Hildur Ingvarsdóttir (nr.4) voru endurkjörin skoðunarmenn ársreikninga og Aldís Norðfjörð (nr.30) til vara.
7. Áætlun næsta árs
Starfið framundan snýst um að skýra lagalega stöðu félagsins í helstu málum og fylgja henni eftir. Ef til framkvæmda kemur þarf að taka ákvörðun um þær á fundi.
8. Ákvörðun um árgjald
Samþykkt einróma að gjaldið verði óbreytt, 5000 krónur.
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði
Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar að umgengisreglum í 8 greinum. Greinarnar voru ræddar hver fyrir sig:
1.gr. var samþykkt óbreytt.
2.gr: síðasta setning var felld brott.
3.gr. var felld brott.
4.gr: fyrirsögn breytt í “Notkun vatns”, "þegar vatnsöflun er ekki næg" kemur í stað "þar sem vatnsgeymar hvers svæðis tæmast fljótt við slíka vatnsnotkun" og síðasta setning var felld brott.
5.gr. var samþykkt óbreytt.
6.gr: “svo og meðferð flugelda” var fellt brott.
7.gr: “þ.m.t. hunda, katta og annarra gæludýra” var fellt brott og bætt við “Þó er heimilt að halda dýr innan eigin lóðar”.
8.gr. hljóði svo: “Eigendur skulu kynna reglur þessar fyrir gestum sínum”.
Þannig breyttar voru umgengnisreglurnar samþykktar.
10. Önnur mál
Sveinn Guðmundsson, lögfræðingur LSSH var mættur á fundinn til að ræða við félagsmenn réttarstöðu og úrræði varðandi helstu baráttumál félagsins, sem eru vatnsmál, girðingamál og vegamál.
Vatnsveitumálin: Baráttan byrjaði árið 2007 með tilheyrandi bréfaskrifum og fundarsetum. Mjög erfitt virðist vera að þoka þessum málum þó talað sé hafi verið margoft við heilbrigðisnefnd og aðra. Hægt er að beita dagsektum og nú er málið komið á það stig að kæra þarf heilbrigðisnefnd vegna aðgerðaleysis. Sveinn ætlar að sjá um að gera það á næstu vikum.
Vegakerfið: Sveinn segir vegagerðina ekki gera neitt við veginn hjá okkur, okkar vegur er C-vegur og það er landeiganda að sjá um veginn ásamt þeim sem nota hann til að komast að Grenjum og Langá og upp í Grenjadal. Sveinn er að kanna möguleika á að fá veginn skilgreindan sem sveitarfélagsveg vegna fjölbreyttrar notkunar hans. Stjórn fær skýrslu um þá athugun innan mánaðar.
Girðingamál: Samkvæmt nýjum lögum skal landeigandi girða sinn úthring til að koma í veg fyrir að dýr hans fari inn á land annarra. Ef hann sinnir því ekki megum við girða sjálf á kostnað hans, að undangengnum formlegum tilkynningum og frestum.
Að lokum fór Sveinn yfir hvernig standa þurfi að málum þegar leigusamningar eru að renna út.
Fundi slitið 22:10
No comments:
Post a Comment