Aðalfundargerð 2021
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð var haldinn þriðjudaginn 15. Júní 2021 kl 20.00.
Fundarstaðurinn; Safnaðarheimili Bústaðakirkju
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.
Birgir fór yfir mál síðastliðið ár.
Lítið af framkvæmdum
Kaup á kurlara
Lítið gert í vatnsmálum
2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum. Samþykkt af félagsmönnum
3. Kosning formanns í samræmi við 6. Gr. Staðfest óbreytt
4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. Gr. Staðfest óbreytt
5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. Gr. Óskað var eftir nýjum meðlimum, Staðfest óbreytt
6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns. Óskað eftir sömu og áður, (Kári, Sigmundur og Þorvarður. ) Staðfest óbreytt
7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.
Stjórn leggur til að gjöld séu óbreytt
Ekki var farið í hreinsun vegna veðurs, fara skal í framkv. í haust 2021 við að sótthreinsa vatnsbólin
Staðfest
8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv.15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.
Gjöld óbreytt
Girðingavinna heldur áfram
Kaup á kurlara helsti kostnaður
Snæbjörn spyr hvort ætti að skipta greiðslum vegna félagsgjalda ? Breytt í eingreiðslu.
Félagsgjöld samþykkt
Áætlum samþykkt
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a) Snjómokstur. Yfirferð
Frásögn hvernig hann var nýttur. Fara yfir áætlun um hvernig kostnaður getur breyst milli ára
b) Girðingarvinna. Lagt er til að félagið standi að viðgerð á girðingu á vesturenda sumarlandsins. Frá vegi upp að fjallskila girðingu
Ákveðið var að hafa girðingar dag í kringum 25-27 júní, fá Halla á Háhóli með í verkið? Kaup á staurahamri
c) Vatnsból: Lagt er til að vatnsbólin verði hreinsuð og yfirfarin og girðingar endurbyggðar
Lagt til að reka niður staura fyrir girðingu þegar vatnsbólin eru þrifin.
d) Göngustígar, girðinga stigar og brýr. Lagt er til að félagið setji sér langtímamarkmið við að viðhalda girðingastigum, göngustígum og brú yfir skurði.
Lagt til að horfa á þetta sem langtíma verkefni og lagt fram sem rekstrarliður
e) Nýr kurlari.
Gera notkunarreglur fyrir kurlarann og setja á facebook
Tillaga um að það verði keyptur yfirbyggð kerra með sliskju
f) Ljósleiðari
250.000 per stofn + Metra gjald að bústað
Hægt er að óska eftir tengingu haust 2021
g) Brenna um Verslunarmannahelgi
Gera þarf reglur um söfnun á hauginn fyrir brennuna
Óskað var eftir að Guðjón sjái um hana eins og s.l ár
10. Önnur mál.
Ráðast í að grisja trén og lúpínu við vegi.
Vatnsbrunnar fyrir slökkviliðið og hugsanlegar staðsetningar
Rimlahlið þarf að yfirfara
Mættir voru:
Stjórnin
- - -
No comments:
Post a Comment