Aðalfundarboð 2021
Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 15. Júní næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er í safnaðarheimili Bústaðakirkju, gengið inn frá Bústaðavegi.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.
2. Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar. Nær einnig yfir vatnsveitudeild, en rekstur hennar er sýndur sérstaklega í reikningunum.
3. Kosning formanns í samræmi við 6. Gr.
4. Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. Gr.
5. Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. Gr.
6. Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.
7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Einnig fyrir vatnsveituna.
8. Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv.15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds skv. samþykktum vatnsveitudeildar.
9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra:
a) Snjómokstur. Yfirferð
b) Girðingarvinna. Lagt er til að félagið standi að viðgerð á girðingu á vesturenda sumarlandsins. Frá vegi upp að fjallskila girðingu
c) Vatnsból: Lagt er til að vatnsbólin verði hreinsuð og yfirfarin og girðingar endurbyggðar.
d) Göngustígar, girðinga stigar og brýr. Lagt er til að félagið setji sér langtímamarkmið við að viðhalda girðingastigum, göngstígum og brúm yfir skurði.
e) Nýr kurlari.
f) Ljósleiðari
g) Brenna um Verslunarmannahelgi
10. Önnur mál.
Vinsamlegast athugið að fundurinn er jafnframt aðalfundur vatnsveitudeildar félagsins. Málefni vatnsveitu deildar verða tekin fyrir undir viðeigandi liðum á dagskránni í samræmi við samþykktir deildarinnar.
Nánar á vef félagsins http://mulabyggd.blogspot.com
Stjórnin
No comments:
Post a Comment