12 July 2013

Aðalfundargerð 2013


Aðalfundur félags bústaðaeigenda í Múlabyggð

haldinn 18. júní 2013 kl. 20:00 að Stórhöfða 31.


Mættir voru: nr.3 Leonóra/Sverrir, nr.4 Snorri, nr.7 Magnea/Sigurður, nr.10 Björn/Ingunn, nr.12 Pétur, nr.13 Haraldur, nr.16 Engilbert, nr.17/18/20 Pétur, nr.19 Anna/Þorvarður, nr.24 Sigmundur, nr.28-29 Ásgerður/Sverrir, nr.30 Arnar/Ari/Sólveig, nr.31-32 Ágúst/Inga, nr.33-34 Þórdís/Hildur, nr.36 Þorbjörn/Guðrún.

Formaður Þorvarður Kári Ólafsson, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Þorvarður var kjörinn fundarstjóri og Haraldur Jónsson fundarritari.

1. Formaður flutti skýrslu stjórnar. Umræður urðu um hefðbundin mál, vegi ,vatnsveitu og girðingar. Upplýst var að búið væri að bera ofan í veginn frá gatnamótum að Grímstöðum, inn að Grenjum.

2. Ársreikningur lagður fram. Björn Gunnarsson gjaldkeri kynnti ársreikning fyrir árið 2012. Umræður urðu um reikningininn og að þeim loknum var hann samþykktur samhljóða.

3. Kosningar samkvæmt 6. gr. samþykkta félagsins: Kosning formanns. Núverandi formaður gefur kost á sér áfram og Haraldur Jónsson tekur við fundarstjórn og óskar eftir fleiri framboðum. Enginn annar gaf kost á sér og Þorvarður Kári Ólafsson því endurkjörinn formaður með lófaklappi og tekur aftur við fundarstjórn.

4. Kosning  fjögurra stjórnamanna. Haraldur Jónsson gefur ekki kost á sér en aðrir stjórnarmenn, þ.e: Pétur Kristinsson, Björn Gunnarsson og Sigmundur Andrésson gáfu kost á sér.  Fundarstjóri óskar eftir framboðum  og Guðrún Svanborg Hauksdóttir gaf kost á sér. Guðrún, Pétur, Sigmundur og Björn voru kjörnir stjórnarmenn  með lófaklappi.

5. Kosning varamanna í stjórn. Óskað eftir framboðum . Hildur Ingvarsdóttir og Haraldur Jónsson gáfu kost á sér og voru kjörin með lófaklappi.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga. Þórdís Árnadóttir og Hjalti Schiöth gefa kost á sér og eru kjörin með lófaklappi.

7. Undir liðnum Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár átti samkvæmt fundarboði að ræða fjárútlát vegna vatnsveitumála. Formaður kynnti samkomulag sem hann og Pétur höfðu gert við Guðna Haraldsson fyrr um daginn.

Fundarmenn voru almennt ánægðir með að nú sjái fyrir endann á þessu stóra máli. Umræður snerust aðallega um rétt til frekari vatnsöflunar og eins og fram kemur í samkomulaginu verður gert nánara samkomulag um það síðar. Sverrir Sveinsson upplýsti að í kaupsamningum um lóðir á svæðinu, væri ákvæði um rétt til frekari vatnsöflunar á jörðinni.

Þar sem þetta stóra mál kom ekki fram í fundarboði, var ekki hægt að bera það löglega upp til samþykktar og bar formaður upp eftirfarandi tillögu: "Aðalfundur FBM 2013, felur stjórn að vinna að vatnsveitumálum á grundvelli samkomulags við Guðna Haraldsson dagsettu 18. júní 2013 og heimilar allt að 500 þúsund kr. fjárútlát til framkvæmda."  Tillagan var samþykkkt samhljóða. Boðað verður til framhaldsaðalfundar um málið.

8. Stjórnin leggur til óbreytt árgjald  7500 kr. og var það samþykkt samhljóða.

9. Minnt var á að  fólk fylgist með, þegar leigusamningar þess  renna út og mikilvægi þess að fara eftir ákvæðum laga um það efni. Frekari skýringar verða settar á heimasíðu félagsins.

10. Enginn óskaði eftir að taka til máls undir liðnum önnur mál.

Fundi var frestað kl. 21:40 og ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar eigi síðar en í september.

No comments:

Post a Comment