29 March 2010

Fundarboð - Aðalfundur félagsins 20. apríl 2010

Aðalfundur Félags Bústaðaeiganda í Múlabyggð (FBM), verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl næstkomandi, kl 20.00.
Fundarstaðurinn er að Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu. Þegar inn er komið er tekin lyfta upp á 4. hæð.

Fundarefni:

  1. Venjuleg aðlfundarstörf.
  2. Lagabreytingar.
  3. Önnur mál.

Vegna breytinga á lögum um frístundabyggðir er nauðsynlegt að endurskoða lög félags bústaðaeigenda í Múlabyggð þannig að þau séu í samræmi við núgildandi landslög.
Tillaga að nýjum lögum er á heimasíðu félagsins, sjá: http://mulabyggd.blogspot.com/2009/11/tillaga-nyjum-logum-fyrir-felag.html

Til að breyta lögum þarf minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst helmingur félagsmanna þarf að sækja fundinn. Það er því mikilvægt að sem flestir mæti eða sendi fulltrúa sinn (t.d. annan félagsmann) með skriflegt umboð til atkvæðagreiðslu fyrir sína hönd.

Einnig er vakin athygli á að a.m.k 3 stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs, því hér með skorað á félagsmenn að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Frekari upplýsingar á heimasíðu félagsins: http://mulabyggd.blogspot.com/

Fyrir hönd stjórnar,

Snorri Árnason formaður

Vegamál á svæðinu

Formaður FBM sendi fyrirspurn um viðhald vegarins neðan við Múlabyggð til Jökuls Helgasonar forstöðumanns framkvæmdasviðs Borgarbyggðar eftir síðasta aðalfund félagsins.

Svarið frá Jökli er hér:
"Skv. þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér ber sveitarfélaginu ekki skylda til að sinna viðhaldi á umræddum vegi. Hinsvegar getur sveitarfélagið sótt um fjárveitingu til Vegagerðarinnar til að sinna viðhaldi svokallaðra styrkvega í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að sækja um fjárveitingu til Vegagerðarinnar fyrir umræddan veg fyrir árið 2010, en úthlutun Vegagerðarinnar fer að öllum líkindum fram næsta vor. Hvort eða hver sú fjárveiting verður mun ráða úrslitum um hvað hægt verður að gera fyrir veginn á komandi sumri, en leiða má líkum að því að fjármagnið dugi til heflunar og mögulega ofaníburð á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir.
Kv. Jökull H."