Aðalfundargerð 2016
Fundur
haldinn þann 7. júní 2016 í sal slökkviliðsins að Tunguhálsi
13.
Mættir
voru eftirfarandi fulltrúar, lóðarnúmer innan sviga: Þorvarður
Kári Ólafsson og Anna Kristín Sigurðardóttir (19), Magnea
Antonsdóttir og Sigurður Lyngdal (7), Aldís M Norðfjörð og
Arnar Páll Hauksson (30), Þórdís Árnadóttir, Ingvar Birgir
Friðleifsson og Hildur Ingvarsdóttir (33 og 34), Ásgerður
Geirarðsdóttir (28 og 29), Fanný B M Jóhannsdóttir (4),
Engilbert Engilbertsson (16), Haraldiur H Jónsson (13), Sigmundur
Andrésson (24), Pétur Helgason (12), Ingunn Stefánsdóttir (10),
Pétur Kristinsson (17, 18 og 20), Kári Pálsson (23), Guðrún
Svanborg Hauksdóttir (36).
Anna
Kristín Sigurðardóttir var kosin fundarstjóri og Guðrún
Svanborg Hauksdóttir fundarritari.
Fundurinn
var löglegur, fulltrúar 19 lóða mættir.
Dagskrá
var samkvæmt aðalfundarboði.
-
Skýrsla
stjórnar um starfsemi félagsins og um vatnsveituna.
Þorvarður
kynnti. Sjö manns er í stjórn , þar af fimm aðalmenn. Fimm
fundir voru haldnir. Helstu mál voru endurbætur vatnsveitunnar,
girðingarmál, eldvarnarklöppur og endurnýjun lóðarleigusamninga.
Girðingar.
Girðingadagur var í ágúst, 15 manns bættu, byrjað var á
girðingum austast, stefnt að því að halda áfram vestur eftir í
sumar
Sinaklöppur.
Ákveðið var á síðasta aðalfundi að kaupa sinaklöppu á hvert
hús. Síðar kom í ljós að ráðlagt er að hafa þær færri og
á meira áberandi stað. Stjórnin leggur til að hafa tvær klöppur
á tveimur stöðum nærri veginum neðan hverfisins. Stefnt að
kaupum og framkvæmdum í sumar.
Lóðaleigusamningar.
Guðni, landeigandi, hefur ekki staðið við það sem samþykkt var
samhliða yfirtökusamningi vatnsveitunnar. Ítrekað hefur verið
fram á það við hann að endurnýja samninga við félagsmenn, nú
síðast talaði Þorvarður við hann fyrir stuttu,, en alltaf er
einhver undansláttur, nú síðat hnitin. Nýlega gerði Guðni nýja
lóðarleigusamninga við nýja eigandur húsa númer 23 og 25. Þeir
virðast vera þokkalegir, nema hvað í þeim er talað um mælda
stærð, skráða stærð og stærð sem lóðarleiga er ákveðin
eftir. Þetta hljómar mjög sérkennilegar, nær væri að hafa eina
rétta stærð. Þær tölur finnast ekki. Að sögn fékk Guðni
mann til að hnitsetja lóðirnar, en þau hnit virðast óínánaleg,
Guðni segir þau vera í Borgarnesi, en svo virðist ekki vera. Þar
er málið statt nú. Skra.is er heimasíða með skráðum
lóðamörkum, á henni eru nú skráðar lóðir gömlu
Eimskipafélagsbústaðanna (nú í eigu banka). Eigandi aðlægra
lóða verður að hafa samþykkt þessi mörk, í þessu tilfelli
Guðni. Eitthvað veit hann þá hugsanlega.
Þorvarður
tekur að sér að fylgja þessu máli eftir.
Vatnsveitumálin
Hildur og Haraldur kynntu. Árið 2014 voru gerðar endurbætur
eystra megin. Á síðasta ári var ráðist í lagfæringar vestan
megin. Í ljós kom í ljós að tankar sem Guðni hafði sagt vera
3600 l voru 1500 l stórir. Á öðrum hafði lokið fallið niður
og hann var ónýtur. Skipt var um hann og 4500 l tankur settur í
staðin. Hinn var þvegni (og var ekki vanþörf á). Frárennslið
frá tönkunum reyndist fara upp á við sem nemur 0,5 m á leið
niður að bústöðunum, sem veldur óhjákvæmilega lofttappa í
leiðslunum. Þetta var lagað. Öllu var lokað, sáð í og gamla
girðingin löguð. Grafin hafði verið prufuhola nærri
vatnsbólinu, hún virðist gefa þokkalega af sér, en yfirborðsvatn
kemst að. Skoðað verður hvort ekki sé unnt að nýta þessa lind
á einhvern hátt, annars þarf að finna aðra leið til að afla
meira vatns. Vel hefur gengið með vatnið eftir framkvæmdirnar, þó
varð vatnslaust í einhverjum bústöðum fyrir hálfum mánuði,
sennilega vegna leka, þar sem vatn kom út um yfirfall við
vatnsbólið.
Til
stendur að útbúa leiðbeiningar um hvað gera skuli verði
vatnlaust, gott að hafa slíkar í hverjum bústað. Gott að geta
leita til einhvers ákveðins pípulagningamanns, Haraldur hefur
talað um það við Guðjón pípulagningamann í Borgarnesi, sem er
til reiðu, en gera þarf við hann formlegan samning.
Mikilvægt
er að fara varlega með vatn og nota það í hófi.
Sækja
þarf um starfsleyfi ef vatnsveita er fyrir meira en 50 manns eða
meira en 20 hús. Umsóknin er flókin og krefst heilmikilla
upplýsinga. Hildur hefur verið í sambandi við Helga hjá
heilbrigðiseftirlitinu, ef til vill er unnt að einfalda umsóknina.
Á
fundinum kom upp sú hugmynd að skipta vatnsveitunni í tvennt,
eystri og vestari, en stjórn og fjárhagur yrðu sameiginleg.
Stjórnin tekur það til athugunar.
2.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til
umræðu og samþykktar
Reikningurinn
nær einnig yfir vatnsveitudeildina, aðskilið í bókhaldinu. Allir
félagsmenn greiða félagsgjöld, en ekki allir vatnsveitugjöld.
Skoðunarmenn
félagsins höfðu samþykkt reikninginn.
Ársreikningurinn
var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
3.
Kosning formanns í samræmi við 6. gr.
Þorvarður
gefur ekki kost á sér áfram.
Sigurður
Lyngdal bauð sig fram og var kosinn einróma.
4.
Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.
Sigurður
fer úr stjórn yfir í embætti formanns. Pétur Helgason var kosinn í
hans stað.
5.
Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.
Haraldur
dregur sig úr stjórn sem vara maður, Þorvarður býður sig fram
í hans sæti og var kosinn.
6.
Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns.
Þórdís
og Sigmundur kosin áframhaldandi sem skoðunarmenn.
8.
Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu
viðhaldi og rekstri skv. 15. gr. Einnig ákvörðun vatnsveitugjalds
skv. samþykktum vatnsveitudeildar.
Þessi
liður var tekinn fram yfir 7. líð, þar sem félagsgjöldin
eru forsenda rekstrar-
og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.
Tillaga
stjórnar var að tvöfalda félagsgjöldin fyrir næsta ár til að
standa undir kostanaði við vegaviðgerðir. Þau hækki úr 7.500
kr. í 15.000 kr. Samþykkt samhljóða.
Tillaga
stjórnar var að vatnsveitugjaldið verði óbreytt, 27.500 kr.
Samþykkt samhljóða
7.
Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.
Einnig fyrir vatnsveituna.
Þorvarður
kynnti grófa áætlun.
Næsta
stórverkefni verður viðhald vaganna. Til stendur að gera áætlun
um framkvæmdir næstu þrjú til fjögur árin. Til þess þarf að
afla upplýsinga. Sigurður hefur talað við bóndann að Grenjum
sem tók vel í að hjálpa til með vegina. Vandinn er að fá góðan
ofaníburð sem væri ekki of dýr. Langt er í næstu námu.
Spurning hvort hægt sé að kaupa efni af vegagerðinni.
Farið
verður varlega í fjármálum, grundvallaratriði að hleypa
félaginu ekki í skuldir.
Samþykkt
að félagsmenn treystu stjórninni til að kanna þetta mál.
Haldið
verður afram með girðingavinnu, stefnt að vinnudegi í ágúst
sambærilegum þeim sem var síðasta sumar. Óverulegur kostnaður.
Haldið
verður áfram vinnu með sinuklöppur, þær settar upp á
vinnudeginum.
Áætlunin
samþykkt samhljóða.
9.
Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra
Engin
mál bárust.
10.
Önnur mál.
Hildi
og Haraldi var þakkað starf sitt við vatnsveituna.
Þorvarði
var þakkað formannsstarf sitt.
Engilberti
þökkuð öll aðstoðin við vatnsveituframkvæmdir.
Kári
Pálsson (nr. 23) hafði hugmyndir um hvernig afla mætti
vegagerðarefnis.
Reikna
þarf út hve margir fermetrar sameiginlega vegirnir eru.
Rætt
að þeir sem hafi engan veg skuli þurfa að borga fyrir vegi (þá
til annarra). Sú skylda er ótvíræð samkvæmt lögum.
Ingunn
spurði hvort ekki yrði unnt að fá gert við heimkeyrslur samfara
vegavinnu, á eigin kostnað. Ákveðið að öllum verði sent boð
um slíkt þegar framkvæmdir fari í gang.
Hún
þakkaði félaginu líka störf sín við vatnsveituna. Henni fannst
hafa tekist vel til eftir margra ára bras við Guðna.
Kári
ræddi viðskipti sín við byggingafulltrúa, svo virðist sem
samþykki þurfi fyrir skúr sem er minni en 15 m2..
Það stangast á við reglugerðir, eins og Aldís upplýsti.
Hún ætlar að setja krækjur í núgildandi reglugerðir á
heimsíðu félagsins.
Fundi
slitið kl. 21.35.