22 August 2011

Fundarboð - Aðalfundur félagsins 6. sept 2011

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda í Múlabyggð verður haldinn þriðjudaginn 6. september næstkomandi, kl 20.00.

Fundarstaðurinn er að Stórhöfða 31, sal Rafiðnaðarsambandsins (gengið inn að neðanverðu við húsið)

Fundarefni er skv. lögum félagsins:
1.         Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins,
2.         Staðfestur ársreikningur félagsins fyrir liðið reikningsár lagður fram til umræðu og samþykktar,
3.         Kosning formanns í samræmi við 6. gr.,
4.         Kosning annarra stjórnarmanna í samræmi við 6. gr.,
5.         Kosning varamanns/manna í samræmi við 6. gr.,
6.         Kosning skoðunarmanns/manna ársreikninga og varamanns,
7.         Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
8.         Ákvörðun um árgjald félagsins sem standa skal undir eðlilegu viðhaldi og rekstri skv. 15. gr.
9.         Mál sem tiltekin eru í fundarboði og afgreiðsla þeirra,
10.       Önnur mál

Undir lið 9 verður tekin fyrir tillaga stjórnar að umgengnisreglum, sem fylgir þessu fundarboði. 
Lögfræðingur Landssambands sumarhúsaeigenda mun einnig koma á fundinn til að ræða við okkur þau úrræði sem við höfum varðandi helstu baráttumál félagsins.

Frekari upplýsingar á heimasíðu félagsins: http://mulabyggd.blogspot.com/

Fyrir hönd stjórnar,
Þorvarður Kári Ólafsson formaður

No comments:

Post a Comment