25 May 2017

Hnitsetning lóða eftir deiliskipulagsuppdrætti


Búið er að hnitsetja lóðir í Múlabyggð samkvæmt gildandi deiliskipulagsuppdrætti. Þetta má skoða í landeignaskrá sem birt er á vefnum undir https://geo.skra.is/landeignaskra/135969 

Með því að smella á viðkomandi lóð birtast ítarupplýsingar um hana, þ.á.m. skráð stærð og mæld stærð skv.deiliskipulagi. Lóðir nr. 33, 34 og 35 hafa ekki verið hnitsettar vegna misræmis í gögnum. Deiliskipulagsuppdrátturinn sem miðað var við er á vef Skipulagsstofnunar:  http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=2452 (efra skjalið).

Lúpínuályktun

Aðalfundur Félags bústaðaeigenda í Múlabyggð ályktar að lúpína sé ekki velkomin í sumarhúsabyggðinni. Stjórn félagsins er falið að beita viðurkenndum aðferðum til að útrýma lúpínu af sameiginlegum svæðum, án eiturs. Einnig eru lóðarhafar hvattir til að gera slíkt hið sama á sínum lóðum.

Þannig samþykkt á aðalfundi 23.maí 2017